Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 103
Barnið irnir voru úr reyr og óþéttir, stráþakið var orðið svo gisið að sólargeislarnir náðu að skína í gegn. Blinda konan sat rétt við dyrnar og sneri andlitinu í sólina. Hún hreyfði vögguna rólega um leið og hún raulaði lágt. „Sussu, sussu bía . . . Móðurleysingjar gráta alltaf svona og geta ekki hætt. Sussu, sussu bía. O, ég er eitthvað svo undarleg . . . Ætli það sé ekki komið að því? Svona, svona . . . A hverjum degi sem guð hefur gefið síðan Mahmud minn fór, fæ ég kölduflog. Svona, vesaling- ur, svona . . . Eg skelf og skelf öllsömul og verð alveg máttlaus . . . Sussu rósin mín, svona fallega fjallablómið mitt, gráttu ekki. Æ, ef Mahmud minn væri bara hér, hefði ég þá nokkurn tímann látið barn- ið hennar Zölu kveljast og fara frá einum til annars? Svona, svona.“ Hún sleppti hendinni af vöggunni. „Hvorum megin Ismail? Hvort þeirra er Zölu barn?“ Ismail tók hönd hennar og lagði hana ofan á barnið. Blinda konan fór höndum um andlit barnsins, mjúklega eins og hún væri að strjúka því. „Æjá,“ sagði hún, „æjá móðurleysinginn. Það er ekkert nema skinnið og beinin. Huru er búin að ná saman uppskerunni. Nú er hún sennilega að reyta illgresið úr baðmullarplöntunum okkar. Sussu, sussu . . . Bara skinnið og beinin!“ Um sólarlag kom Huru heim. Um leið og hún kom inn, sá hún hvernig ástatt var. Oðrum megin lá blinda konan skjálfandi og stynjandi. Kölduflogin komu á hverjum degi um fimmleytið. Ismail sat við höfðalagið á vöggunni og ruggaði henni rólega. Huru leit út fyrir að vera um tvítugt. Andlit hennar var nærri svart af sólbruna. „Ismail bróðir,“ sagði hún, „hvað get ég eiginlega sagt? Hvað get ég sagt við þig? Hjarta mitt brestur þegar ég sé þig, en hvað get ég eiginlega sagt? Þú sást til mín, ég mjólkaði úr mér á jörðina; brjóst mín eru þrútin frá morgni til kvölds, en ég get ekki gefið barninu mínu svo ég mjólka mig á jörðina. Hvað get ég sagt við þig, Ismail bróðir? Hvað get ég eiginlega sagt? Bara ef Mahmud væri hér . . .“ „Systir“, sagði Ismail, „Huru systir, allt sem þú biður um skal ég færa þér. Ég skal þreskja fyrir þig þegar ég er búinn að þreskja fyrir mig. Þú ert síðasta von mín.“ „Móðir,“ sagði Huru. „Hverju svarar þú? Hvað get ég gert, hvað get ég sagt?“ 333
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.