Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 92
Tímarit Máls og menningar Eg fór upp í kerruna og ók af stað. Það spurði enginn hver ég væri, ekki hvað þessi dána kona kæmi mér við. Ekki heldur hvert ég væri að fara. Þau mæltu ekki orð af vörum, stóðu hreyfingarlaus og horfðu á eftir mér. Nú var það barnið sem ég þurfti að hugsa um. Um há-uppskeru- tímann. Eg fór með það til þorps í grenndinni þar sem ég hafði heyrt að væri ljóshærð kona með barn á brjósti. Eg bað hana fyrir barnið og fór heim. Tveimur dögum seinna var það sent til baka. Hún hafði víst sagt að hún mjólkaði ekki nóg handa sínu eigin barni. Eg get ekki látið mitt barn deyja fyrir annarra manna börn, hafði hún sagt. — Eg gekk á milli allra mjólkandi kvenna í nágrenninu, en allar sem tóku barnið, skiluðu mér því aftur. Svona er komið fyrir mér, ég er bundinn í báða skó þegar mest er að gera. Eg gef því mjólk og það vill hana ekki, gef því snuð og það tekur það ekki, og ekki deyr það heldur. Otrúlegt. Eg er eins og milli steins og sleggju, annarsvegar kveinar barnið á mig, hins vegar kalla verkin. Eg er að sturlast.“ Ismail stóð upp. Hann var svo hár að höfuð hans nam við moldar- þakið. Hann reikaði í spori, og seig niður aftur. „Sko, nú sérðu hvernig þetta er,“ sagði hann. „Þú sem ert önnur móðir þessa barns. Gerðu eitthvað. Það er svo mikið eftir af uppsker- unni. Hvað á ég að taka til bragðs?“ Djennet gamla sat hreyfingarlaus og niðurlút. Eftir nokkra stund leit hún upp. „Ismail,“ sagði hún, en þagnaði aftur. Röddin titraði, eins og hún væri að bresta í grát. „Hvað segirðu, frænka?“ sagði Ismail. „Segðu eitthvað.“ „Ismail,“ endurtók Djennet gamla, „loksins þegar þið voruð svo heppin að vinna fyrir ykkur sjálf, þá lifði hún ekki að njóta þess. Það var það sem Zala ætlaði að segja, heldurðu það ekki, Ismail? Hugs- aðu um barnið mitt, ætlaði hún að segja.“ „Hún var alltaf að segja þetta sama,“ svaraði Ismail. „Þvílík heppni, þvílík heppni . . . Hún var yfir sig glöð. En hún fékk ekki að njóta þess. Hún þoldi ekki að vinna hjá öðrum, en það hafði hún orðið að gera alla sína ævi. Nú ert þú líka móðir barnsins. Gerðu það sem þú vilt fyrir þennan munaðarleysingja." Stúlkan Döndu gekk til Djennet án þess að taka barnið af brjóst- inu. Hún var kafrjóð í framan. „Djennet frænka,“ hvíslaði hún, „þegar barnið sýgur, líður mér 322
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.