Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar Sú með oddhvössu hökuna hélt áfram: „Tengdamóðir þín er blind. Hvernig ætti hún að geta hugsað um barn? Er það ekki satt Huru? Sér hún nokkuð?“ „Henni þykir svo vænt um börn,“ svaraði Huru. „Hún hreinlega dáir þau. Hún er alveg á hjólum í kringum þau. Börn gráta aldrei hjá henni. Komið með hrínandi barn til hennar, barn sem vill alls ekki hætta að gráta, og það róast á augabragði. Hún hefur svo gott lag á þeim. Og vögguvísurnar sem hún syngur!“ „Já,“ sagði Svarta Elif, „börn gráta ekki hjá henni. En ef andlit barnsins er þakið flugum, ef mýflugur bíta það, þá sér hún það ekki. Hún bara heyrir ef það grætur. Hvað ætli hún geti gert, sjónlaus konan? Henni þykir vænt um börn, en hvað getur hún gert? Eg hef heyrt að hún láti pelann í augun á barninu en ekki upp í það.“ Hún starði á eftir Ismail. „Hvert skyldi hann nú vera að fara? Hvert ætlar hann með barnið? Hver skyldi geta fóstrað það? Fólkið hugsar ekki einu sinni um sín eigin börn núna um háannatímann . . .“ „Hann á móðurbróður,“ sagði Hava gamla. „Kannski hugsa þau um það. Kannski.” Kinnfiskasogna konan, sem var á leið til vinnandi fólksins, kallaði um öxl til þeirra: „Eins og þar sé einhver kona sem geti fóstrað það! Guð ætti aldrei að láta barn lifa móður sína.“ „Já, barnið hefði átt að deyja með móður sinni,“ samsinnti Hava gamla. „Góður guð, hversvegna léstu það lifa lengur en hana? Þarftu á einum móðurleysingja að halda til að uppfylla jörðina? Vesalings Zala . . . Og það þegar mest er að gera. Hvað gerðir þú, Ismail?“ Sól var í hádegisstað og sléttan var sveipuð rykskýi. Nokkuð lengra í burtu, rétt áður en komið var að þorpinu, steig örmjó reykjarsúla til himins. Sléttan óendanlega glóði í sólinni eins og nýfægður koparpottur. Nýslegnir stúfar korngrasanna glitruðu. Ein- hvers staðar brá fyrir leiftri eins og glampaði á málm kornskurðarvél- ar. Ismail fékk einkennilegan sting í augun, líkast því að þau brynnu í heitum svitanum. Svo tók hann eftir mórberjatré, hvítu af ryki, sem gaf dálítinn skugga. Þangað hélt hann. Höfuð barnsins hékk út af handlegg hans. Það hafði tognað á mjúkum, grönnum hálsinum. Hann lagði barnið í skuggann við rætur mórberjatrésins. Síðan settist hann sjálfur, fór úr skyrtunni, vatt hana og lagði hana frá sér á 314
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.