Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 71
Bettab Nevah Come“ mynd Puerto Rico. Ekki hefur heldur staðið á hlýlegum viðbrögðum frá Bandaríkjastjórn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem veitt hafa landinu margs konar efnahagslega fyrirgreiðslu. Þrátt fyrir það er langt frá því að Seagas hafi tekist að „láta peningana klingja í vösum“ kjósenda sinna eins og hann lofaði fyrir kosningarnar. Verulegrar efnahagskreppu gætir enn í landinu. I utanríkismálum hefur stjórn Seagas tekið höndum saman við Bandaríkjastjórn og afturhaldssamar ríkisstjórnir í Karíbahafinu eins og best sést á þátttöku Jamaíka í innrásinni á Grenada á sl. ári. Frá mento til reggí Tónlist hefur ætíð haft veigamiklu hlutverki að gegna á Jamaíka. Svörtu þrælarnir sem fluttir voru frá Vestur-Afríku yfir hafið héldu við sinni eigin afrísku tónlistarhefð með heimatilbúnum ásláttar- og blásturshljóðfærum. Svonefnd Jonkunnu-hátíðarhöld voru haldin árlega í desember með hljóð- færaslætti og dansi. Þau áttu rætur að rekja til vestur-afrískra uppskeruhá- tíða. Brátt tóku að bætast við ný spor úr enskum dönsum og söngur og trumbusláttur blandaðist þjóðlögum og drykkjusöngvum sæfara sem áttu viðkomu í höfnum. Sömuleiðis voru teknir upp evrópskir danstaktar sem þrælarnir heyrðu óminn af frá íburðarmiklum dansleikjum landeigendanna. Farandverkamenn frá Jamaíka, sem fóru til Mið-Ameríku og Trinidad og Tobago upp úr síðustu aldamótum, kynntust rúmbunni, tangóinum, sömb- unni og fleiri dönsum hjá samverkamönnum sínum á plantekrunum, að ógleymdri calypso-tónlistinni. Þessi áhrif sameinuðust á Jamaíka í svo- nefndri mento-tónlist sem byggist á synkóperuðum rúmbutakti og hefur evrópska hljómabyggingu. A millistríðsárunum voru mento-hljómsveitirn- ar orðnar svotil einráðar í tónlistarlífi landsins. A fimmta áratugnum fóru að berast hljómplötur til Jamaíka með suður- amerískri sveiflu og bandarískum rhythm’n’blues, tólf takta blues með áherslum á öðru og fjórða slagi og aukaslagi sem slegið var á píanó eða ryþmagítar. Textarnir voru samsuða úr fornum spakmælum og málsháttum, særingaþulum, biblíuversum, sápu- og bíóauglýsingum, fyrirsögnum íþróttasíðnanna, uppskriftum að grasalækningum, brotum úr ræðum stjórn- málamanna og rasta-þulum. Ekkert var útilokað ef það var skemmtilegt og féll að hrynjandi tónlistarinnar. Svonefnd „sound systems“ eða ferðadiskótek voru notuð til að koma þessari nýju tónlist á framfæri. Plötusnúðar innréttuðu bíla með hljómflutn- ingstækjum og keyrðu milli staða þar sem slegið var upp böllum. Plötu- snúðarnir áttu það til að bæta textum frá eigin brjósti við tónlistina á plötunum og höfðu mikil áhrif á þróun textagerðarinnar þegar fram í sótti. 301
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.