Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 95
Barnið ég man eftir mér hefur hún verið að eiga börn. A hverju ári eignast hún barn og í hvert skipti deyr það áður en það er mánaðargamalt. Hún á ekki eitt einasta barn eftir af þeim sem hún hefur fætt. Það fæðist eitt á ári og deyr undireins. Sjálf hefur hún ekki tölu á börnunum sem hún hefur eignast. Hvernig ætti ég að geta látið hana hafa barnið? Svo er það Huru, en hún á sjálf nógu erfitt. Barnið hennar er með niðurgang af því að sjúga alltof heita mjólkina úr móður sinni þegar hún kemur heim. Hún skilur það eftir hjá blindu konunni. Hvernig getur blind kona gætt barns? Það er móðirin sem verður að gæta barns síns.“ „Kona,“ heyrðist í frændanum, „hvað ertu að þusa. Eitruð eða ekki, það kemur engin önnur en halta konan til greina. Við verðum að biðja þá höltu fyrir barnið.“ „En maður,“ mótmælti kona hans, „það jafngilti því að drepa barnið. Það væri að syndga.“ „Frænka,“ tók Ismail fram í. „Ef hún vill taka barnið, ætla ég að þiggja það. Látum það ekki deyja úr hungri. Mikilvægast er að mér sé ekki formælt. Sé því ætlað að deyja, þá má það að minnsta kosti ekki deyja af matarskorti. Þvílíkt ástand. Það má að minnsta kosti ekki deyja úr hungri að okkur ásjáandi. En því er nú verr, börn flestra deyja.“ Drengur var sendur til að sækja þá höltu. Hún kom höktandi og dró lamaða fótinn á eftir sér, upp — niður, upp — niður. Þetta var lágvaxin kona, og búkurinn hallaðist svo út á aðra hliðina að það var mildi að hún skyldi ekki velta um. Hún var í svörtum sjalvar-buxum, svo slitnum að ef einn þráður hefði verið dreginn úr þeim, hefðu þær vísast dottið í sundur. Mittisbandið var svo slakt að einungis breiðar mjaðmirnar vörnuðu því að þær dyttu niður um hana. Hún var útöt- uð ryki, hveiti og deigi. Fyrir innan rifið hálsmálið á skyrtunni sást í hrukkótt brjóstin sem héngu niður í mitti. Andlitið var enn furðu- legra. Augun sáust varla fyrir skítugum hárflókanum, stórir fæðing- arblettir þöktu dökkt, skorpið andlitið. Hún tók sér stöðu fyrir framan frændann. „Veli aga,“ sagði hún, „þú sendir eftir mér. Hér er ég komin.“ „Telpa mín,“ sagði sá gamli, „þú sérð þetta barn. Eg sendi eftir þér til þess að biðja þig að hugsa um það. Ismail mun láta þig hafa allt sem hugur þinn girnist. Meira en þú óskar eftir. Meira en það. Þú 325
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.