Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 11
Adrepur blasir sá veruleiki við að á Islandi er markaðsþjóðfélag og bókaútgáfa er eins og önnur fyrirtæki háð markaðnum. Hún hefur ekki annað fé til starfsemi sinnar en það sem kemur inn fyrir sölu bóka. Mál og menning verður því að gefa út bækur sem fólk vill kaupa og kvartar ekki undan því hlutskipti. En við gefum ekki út aðrar bækur en þær sem við teljum að eigi eitthvert menningarlegt erindi. Bækur okkar eiga að vera vandaðar. Þegar niðurstöður af sölu og rekstri síðasta árs fóru að skýrast fékkst staðfesting á því sem menn höfðu búist við: fjárhagsstaðan var erfið og nauðsynlegt að leita leiða til að bregðast við vandanum. Stjórn og starfsmenn veltu málinu fyrir sér og voru á einu máli um að ekki væri hægt að treysta á það lengur að sala tiltölulega dýrra bóka á síðustu mánuðum ársins gæti skilað þeim afrakstri sem nægði til að halda í horfinu. Ymsar hugmyndir hafa verið ræddar: I fyrsta lagi leiðir til sparnaðar — hætt var við útgáfu ýmissa titla eða þeim frestað; í annan stað var rætt um fyrirkomulag sölu og dreifingar, m.a. í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á bókamarkaði við tilkomu bókaklúbba; loks var rætt um leiðir til að lækka bókaverð og ákveðið að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem komið hafði fram í stjórninni, um að hefja útgáfu á kiljum í stærri stíl en áður hefur þekkst hér á landi, kiljum með skáldbókmenntum, gömlum og nýjum, og fræðslubókmenntum á verði sem væri sambærilegt við verð á vönduðum erlendum kiljum. Menn urðu sammála um að mikilvægt væri að hopa hvergi fyrir erfiðleikum heldur snúa vörn í sókn. Miklar breytingar hafa orðið á starfsliði á síðustu mánuðum. Olafur Olafsson lét af starfi framkvæmdastjóra um síðustu áramót og sneri aftur að námi sínu, seinna en hann hafði ætlað sér, og við tók Ólöf Eldjárn. Ólöf réð sig með þeim fyrirvara að hún mundi hverfa aftur í fyrri stöðu ef henni litist ekki nógu vel á starfið, og sú varð raunin á að hún gerði það eftir sex mánaða starf. Um leið sagði Þuríður Baxter útgáfustjóri starfi sínu lausu og lét af því í júlíbyrjun. Þá hóf Halldór Guðmundsson störf við bókaútgáfuna. Astæða er til að leggja áherslu á að þessi mannaskipti tengjast ekki neinum ágreiningi um stöðu félagsins eða þá útgáfustefnu sem hér hefur verið rætt um. Þær Ólöf og Þuríður unnu á fyrri helmingi ársins mikið og gott starf við að kanna og skýra vanda bókaútgáfunnar, leggja á ráðin um viðbrögð við honum og undirbúa útgáfu þessa árs, þ. á m. kiljuútgáfuna. Svo er fyrir að þakka framsýni og atorku Kristins E. Andréssonar og annarra frumherja Máls og menningar að félagið rekur ekki aðeins bókaútgáfu heldur eina stærstu og glæsilegustu bókaverslun landsins og á mikinn hluta í hús- eigninni að Laugavegi 18. Eignir félagsins og þessi fjölbreytni í starfseminni hafa átt mikinn þátt í að bjarga því ósködduðu gegnum ýmis erfiðleikatímabil. Fyrir um það bil áratug var horfið að því ráði að reka bókaverslunina sem sjálfstætt fyrirtæki með sérstaka stjórn og verslunarstjóra, og hefur það að mörgu leyti gefist vel. En frammi fyrir þeim erfiðleikum sem blöstu við nú snemmsumars þótti stjórninni nauðsynlegt að samræma betur fjármálastjórn og rekstur versl- 361
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.