Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 26
Torben Wemreich T eiknimyndasögur Grein þessi er úr bókinni Bogen, barnet og skolen sem Torben Weinreich kennari og rithöfundur ritstýrði og kom út í Kaupmannahöfn 1980. Hún birtist hér allmikið stytt og er einkum sleppt köflum sem fjalla um stöðu teiknimyndasagna í Danmörku fyrr og nú. I bókinni eru margar aðrar forvitnilegar greinar, m.a. um mynd- skreytingar, afþreyingarbækur og notkun barnabókmennta í kennslu. Það er hættuspil að ætla sér að ákveða hvenær fyrsta teiknimyndasagan varð til. Við getum farið aftur í aldir og fundið teikningar sem saman segja einhverja sögu, slíkt er til í elstu samfélögum um allan heim. Það má benda á myndasögur af stríðsafrekum á sigurbogum eða Bayeux-veggteppið frá því um 1170 sem sýnir herför Vilhjálms sigurvegara til Englands. Ekkert af þessu myndum við þó kalla teiknimyndasögur í venjulegum skilningi. Teiknimyndasögur eins og við þekkjum þær nú koma fram í lok 19. aldar. Ymist er „Ne’er-do-well Ally Sloper“ tilnefnd sem sú fyrsta, hún er eftir W.F. Thomas og hóf göngu sína 1884, eða „Guli strákurinn“ eftir Richard Outcault sem varð til 1896 og er oftar nefndur í þessu sambandi. Hvað sem því líður eru margar teiknimyndasögur í bandarískum dagblöðum þegar kemur fram á þessa öld og það er fyrst og fremst í dagblöðunum sem þær lifa góðu lífi langt fram á öldina. Teiknimyndasögur skipa hægan sess í dagblöðunum frá því fyrsta í Bandaríkjunum og það tengist náið sambandi dagblaða og lesenda þar í landi í lok 19. aldar. Ný prenttækni gerði þá kleift að framleiða geysimörg eintök af sama blaðinu fyrir lágt verð. Við það fjölgaði dagblöðum á markaði og þau fóru að keppa hvert við annað í alvöru. I þeim slag skipti mestu máli að búa til „lifandi blað“ eins og nú er sagt. Myndir urðu fleiri, menn fóru að skrifa um fólkið bak við atburðina, og loks komu teikni- myndasögurnar sem urðu afar vinsælar. Fólk valdi sér dagblað eftir mynd- unum, ritstílnum og teiknimyndasögunum. A fyrsta áratug þessarar aldar kemst á fast samband milli teiknara og textahöfundar og dagblaðs í Bandaríkjunum. Dagblaðið á teiknimyndasög- 376
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.