Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 49
Steve Canyon
hann er þekktur sem flugmaður. Þessi mynd staðfestir tilfinningu sem
maður hefur fengið við þær fyrri að við séum stödd í skrifstofuháhýsi í
miðri stórborg, þar sem mikilvægt fólk er á ferðinni.
Sjötti mynd.ra.mmi. Nú sjáum við framan í Steve Canyon. Andlitið er
karlmannlegt og frítt, andlitsdrættir skarpir og bera vitni um reynslu og
snerpu: þróttmikill og þroskaður hlýtur maðurinn að vera. Svipurinn
minnir á þekkta Hollywoodleikara allt frá van Johnson til Cary Grant.
Okkur líst vissulega vel á andiit Steves vegna þess þróttar sem andlitsdrættir
hans láta í ljós, en það hangir miklu meira á spýtunni: andlitsdrættirnir eru
tákn, eins konar rúnir sem vísa á heila röð af manngerðum, fyrirmyndum,
karlmennskuímyndum, en allt er þetta hluti af rúnastafrófi sem lesendur
kunna. Einfaldar útlínur flatanna tjá dýpri merkingu með hefðbundnu
táknkerfi. I stuttu máli sagt: Steve hefur einkenni helgimyndar sem hægt er
að rannsaka út frá sérstakri táknfræði þar sem hver dýrlingur hefur sína
sérstöku fylgihluti og einkenni eins og ákveðna gerð af skeggi eða geisla-
baug. Steve opnar nú dyrnar að skrifstofunni sinni; neðst á rúðunni sjáum
við nafn hans, svo að þetta er hans skrifstofa. Aletrunin á hurðinni eykur
enn á spennandi óvissu um verksvið fyrirtækisins. Höfundur leikur sér að
því að vísa til viðskiptaorðsins „Limited“ í heiti fyrir tækisins: „Horizons
Unlimited", „Sjóndeildarhringur ótakmarkaður“. Hvað skyldi vera á seyði:
útflutningur, fornleifagröftur, geimferðir, flugrekstur, sakamálarannsóknir,
smygl, kaup og sala á kjarnorkuleyndarmálum? Næstu teikningar leiða í ljós
að líklegra er að hér sé um að ræða fyrirtæki sem tekur að sér sérhæfð og
áhættusöm verkefni af ýmsu tagi. Inni á skrifstofunni situr einkaritarinn og
tilkynnir einhverjum í símann að Steve sé kominn. Hún er líka skýrt
afmörkuð manngerð í samræmi við smekk fimmta áratugarins. Frá henni
stafar hæfilegri blöndu af suðurevrópskum og austurlenskum einkennum
(sem vísa þannig til þeirra tveggja styrjaldarsvæða sem lögðu eftirstríðsárun-
6 7 8
399