Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 68
Astrádur Eysteinsson Baráttan um raunsæið Um módernisma, raunsæi og hefð Ef litið er í svipsýn yfir íslenskar bókmenntir síðustu tveggja áratuga, og umræðu í kringum þær, er erfitt að verjast þeirri hugsun að á þessu tímabili hafi vaknað til lífs tvær meginstefnur í skáldsagnagerð. Um miðjan sjöunda áratuginn hefst frjótt skeið módernisma í prósaskáldskap og er, a. m. k. þegar litið er um öxl, mjög áberandi um nokkurra ára bil. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið sammála um að þrátt fyrir sterk höfundasérkenni eigi prósaverk Thors Vilhjálmssonar, Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobs- dóttur, auk vissra verka Jakobínu Sigurðardóttur, Þorsteins frá Hamri, Steinars Sigurjónssonar og nokkurra annarra höfunda, svo sterk samkenni að til fræðilegs hægðarauka megi setja þau undir einn hatt. Sama gildir um kynslóð ungra höfunda sem fram koma á síðasta áratug og skrifa í afar frá- brugðnum anda. Dæmigerðir höfundar þessarar stefnu, sem hlotið hefur heitið nýraunsœi, eru oft taldir Vésteinn Lúðvíksson, Olafur H. Símonar- son, Guðlaugur Arason og Asa Sólveig, en hér eiga einnig heima einstök verk ýmissa annarra höfunda.1 Eins og nafngiftin ber með sér sækja þessir höfundar sitthvað til eldra raunsæis; um þá mætti jafnvel nota fleyg orð Brandesar og segja að þeir „taki vandamál til umræðu“; þeir leitast við að fjalla um samfélagið og vandamál þess á einhlítari og umsvifalausari hátt en módernistarnir. Eðlilegt er að almennir lesendur, sem fyrst og fremst vilja fá „góðar bækur“ að lesa, spyrji hvers vegna verið sé að stunda slíkan dilkadrátt. Einnig er ljóst að ýmsar merkar skáldsögur er erfitt að flokka á þennan hátt og aðrar standa eins og klofvega yfir tvískiptingunni. En slík flokkun getur samt verið gagnleg; svo fremi við ýtum ekki í skuggann stökum verkum sem illa falla í flokka með öðrum, getur hún skerpt sýn okkar á bókmennta- söguna, hjálpað okkur að draga fram ríkjandi einkenni sem svip setja á skáldverk á vissum tímabilum og í tilteknu sögulegu samhengi. Þótt færa megi rök fyrir því, að íslenska skáldsagan hafi undanfarið einkennst nokkuð af tveim að því er virðist andstæðum bókmenntastraum- um, þá er hér ekkert nýnæmi á ferð. Ef litið er aftur til deilunnar um atómkveðskapinn svonefnda í byrjun sjötta áratugarins, er að sjá sem módernistar og hefðbundin skáld skiptist í tvær öndverðar fylkingar; rétt 418
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.