Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Síða 74
Tímarit Máls og menningar
kommúnistar og sósíalistar með borgaralegum menningarfrömuðum Vest-
urlanda í andfasísku samfylkingunni („Volksfront“). Þar með voru
vinstrimenn komnir í fræðilega klemmu, því þeir þurftu að horfast í augu
við að fasisminn var afleiðing af kreppunni í hagkerfi og menningu borg-
arastéttarinnar. Lukács fæst við þetta vandamál í fræðiritum sínum og
heldur því fram að fasisminn sé öðru fremur afleiðing af skipbroti skynsem-
ishyggju meðal borgarastéttarinnar, eins og sjáist í verkum helstu hugsuða
hennar, t. d. Nietzsche (sbr. bók Lukács, Die Zerstörung der Vernunft), og í
hinum nýju liststefnum á Vesturlöndum. Ef við berum þetta saman við
afstöðu Peter Fischer, sést hve þeim ber mikið á milli í sjálfri túlkuninni á
borgarastéttinni og „skynsemi“ hennar. — Lukács taldi að sósíalistar ættu
að erfa hina „heilbrigðu" menningarþætti borgarastéttarinnar; dæmi hans
um arfagóssið í bókmenntum voru oftast Balzac, Goethe og Tolstoi.
Framlag Lukács til deilunnar var ritgerðin „Es geht um den Realismus"
(„Það er um raunsæið að tefla“) sem er dæmigerð fyrir skrif hans um
raunsæi og nútímabókmenntir frá og með fjórða áratugnum. Hið raunsæja
verk á að birta lesandanum „allt yfirborð lífsins", og því á að miðla til hans á
þann hátt, að hann skynji undir yfirborðinu öll þau öfl sem mynda hina fé-
lagslegu lífsheild einstaklingsins. Raunsær höfundur verður að ná tökum á
„hlutlægri heild veruleikans“; öllu skiptir að „festa hendur á veruleikanum
eins og hann er í raun og veru gerður, en einskorða sig ekki við að lýsa því
hvað og hvernig hann sýnist vera.“8 Þar með verður ljóst hvílík gjá aðskilur
heimsmynd Lukács og lífssýn flestra módernista. Kenningar hans ein-
kennast af heildar- og vísindahyggju 19. aldar sem og af forræðishyggju
(hann kemur fram sem „átorítet“ um hlutlægan veruleika), en það er ekki
síst gegn þessu sem módernisminn og fylgismenn hans gera uppreisn.
Lukács kvað raunsæi byggjast á „hlutlægri veruleikaspeglun“ sem miðlaði
fyrrnefndri „heild lífsins”, en expressjónisminn speglaði hins vegar einungis
yfirborð hins kapítalíska veruleika á gagnrýnilausan hátt; það yfirborð væri
sundurtætt að sjá og þar með fengju verkin sjálfkrafa sitt yfirbragð. Seinna
lendir Lukács þó í mótsögn við þetta: „Þegar expressjónisminn er sjálfum
sér samkvæmur afneitar hann öllum tengslum við veruleikann, segir ger-
völlu inntaki veruleikans stríð á hendur." (207) Expressjónisminn á semsagt
algerlega að afneita veruleikanum en spegla þó yfirborð hans. Vandamálið
felst í hlutverki miðlunarinnar (í „spegluninni“ eins og Lukács nefnir hana)
og mun ég drepa á það hér á eftir. Það væri einnig auðvelt að nota sér hug-
myndafræðikenningar Lukács sjálfs úr öðrum ritum til að sýna fram á að
yfirborð borgaralegrar menningar sýnir kapítalismann yfirleitt ekki sem
„sundurtættan“, heldur miklu fremur sléttan og felldan, „náttúrulegan“.
Enda ættu expressjónísk sem og önnur módernísk verk ekki að vera eins
424