Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar kommúnistar og sósíalistar með borgaralegum menningarfrömuðum Vest- urlanda í andfasísku samfylkingunni („Volksfront“). Þar með voru vinstrimenn komnir í fræðilega klemmu, því þeir þurftu að horfast í augu við að fasisminn var afleiðing af kreppunni í hagkerfi og menningu borg- arastéttarinnar. Lukács fæst við þetta vandamál í fræðiritum sínum og heldur því fram að fasisminn sé öðru fremur afleiðing af skipbroti skynsem- ishyggju meðal borgarastéttarinnar, eins og sjáist í verkum helstu hugsuða hennar, t. d. Nietzsche (sbr. bók Lukács, Die Zerstörung der Vernunft), og í hinum nýju liststefnum á Vesturlöndum. Ef við berum þetta saman við afstöðu Peter Fischer, sést hve þeim ber mikið á milli í sjálfri túlkuninni á borgarastéttinni og „skynsemi“ hennar. — Lukács taldi að sósíalistar ættu að erfa hina „heilbrigðu" menningarþætti borgarastéttarinnar; dæmi hans um arfagóssið í bókmenntum voru oftast Balzac, Goethe og Tolstoi. Framlag Lukács til deilunnar var ritgerðin „Es geht um den Realismus" („Það er um raunsæið að tefla“) sem er dæmigerð fyrir skrif hans um raunsæi og nútímabókmenntir frá og með fjórða áratugnum. Hið raunsæja verk á að birta lesandanum „allt yfirborð lífsins", og því á að miðla til hans á þann hátt, að hann skynji undir yfirborðinu öll þau öfl sem mynda hina fé- lagslegu lífsheild einstaklingsins. Raunsær höfundur verður að ná tökum á „hlutlægri heild veruleikans“; öllu skiptir að „festa hendur á veruleikanum eins og hann er í raun og veru gerður, en einskorða sig ekki við að lýsa því hvað og hvernig hann sýnist vera.“8 Þar með verður ljóst hvílík gjá aðskilur heimsmynd Lukács og lífssýn flestra módernista. Kenningar hans ein- kennast af heildar- og vísindahyggju 19. aldar sem og af forræðishyggju (hann kemur fram sem „átorítet“ um hlutlægan veruleika), en það er ekki síst gegn þessu sem módernisminn og fylgismenn hans gera uppreisn. Lukács kvað raunsæi byggjast á „hlutlægri veruleikaspeglun“ sem miðlaði fyrrnefndri „heild lífsins”, en expressjónisminn speglaði hins vegar einungis yfirborð hins kapítalíska veruleika á gagnrýnilausan hátt; það yfirborð væri sundurtætt að sjá og þar með fengju verkin sjálfkrafa sitt yfirbragð. Seinna lendir Lukács þó í mótsögn við þetta: „Þegar expressjónisminn er sjálfum sér samkvæmur afneitar hann öllum tengslum við veruleikann, segir ger- völlu inntaki veruleikans stríð á hendur." (207) Expressjónisminn á semsagt algerlega að afneita veruleikanum en spegla þó yfirborð hans. Vandamálið felst í hlutverki miðlunarinnar (í „spegluninni“ eins og Lukács nefnir hana) og mun ég drepa á það hér á eftir. Það væri einnig auðvelt að nota sér hug- myndafræðikenningar Lukács sjálfs úr öðrum ritum til að sýna fram á að yfirborð borgaralegrar menningar sýnir kapítalismann yfirleitt ekki sem „sundurtættan“, heldur miklu fremur sléttan og felldan, „náttúrulegan“. Enda ættu expressjónísk sem og önnur módernísk verk ekki að vera eins 424
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.