Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar kalt á Islandi og þrá hans beinist að því að fá að liggja í eigin kirkjugarði. Sýslu- maðurinn reynist Guðmundi skáldi vart verðugur mótherji, svo fordrukkinn sem hann er, og meistari Jónmundur Hítalín fær einnig háðuglega meðferð af sömu sökum. I Islandsklukkunni lætur Halldór Laxness einn helsta örlagavald Jóns Hreggviðssonar heita Arnas Arnæus — Árna Árnason — og hefur sú persóna á sér svip Árna Magnússonar eins og menn vita. Fyrir vikið verður persónan fulltrúi fleiri manna en Árna, hann verð- ur táknmynd tiltekins afls í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, sem aftur táknger- ist í Snæfríði Islandssól. Þetta er Hafnar- Islendingurinn, Menntamaðurinn, Ast- mögurinn. Að Jónmundi Hítalín er einnig aug- ljós fyrirmynd, meistari Jón Vídalín, og Þórarinn gerir líkt og Laxness: hann hnikar nafninu ofurlítið til á meðan ýmsar aðrar persónur sem voru uppi halda sínum nöfnum. Og þetta gerir hann sennilega í svipuðu skyni: að láta persónuna standa fyrir annað og meira en einungis sjálfa sig, láta hana vera í senn einstakling og tákn. Það er því þess virði að staldra ögn við og virða mann- inn fyrir sér. Til er Þáttur lítill eða ágrip af Guð- mundi skáldi Bergþórssyni eftir Bólu- Hjálmar og er hann að finna í Ritsafni hans frá 1965. Þar segir m.a. um fund þeirra Guðmundar og Jóns: „Áttust þeir biskup og Guðmundur margt við í ýms- um viðræðum og kappræðum, og fannst biskupi svo mikið um Guðmund, að hann yfirlýsti því, að hann sjálfur hefði ekkert yfir hann utan hempu þá, er mennirnir hefðu á sig hengt og gætu tekið aftur ef vildu.“ (III 67). Svipað er uppi á teningnum í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar — þar er greint frá heitri kappræðu þeirra. Þórarinn gerir eins og munnmælin: hann stefnir saman alþýðu- skáldinu sem er stórt í sinni kröm og því kennivaldi sem hefur haldið kynngi- magnaðastar stólræður á Islandi; full- trúar tveggja stétta en þó af sömu stétt, menn sem hafa framfæri sitt af orðum — en beita kynngi sinni í þágu ólíkra afla, þessa heims og annars: Jónmundur full- trúi kirkju og kristni og yfirstéttar, Guð- mundur í slagtogi við þjófa og lausa- menn og ætlar að láta Sjálfan Pálma Purkólín ráða fram ir sínum málum í stað guðs. Heiðnin gegn kristninni, al- þýðan gegn valdsmönnum. En þegar nú þessir menn standa and- spænis hvor öðrum kemur í ljós eitt megineinkenni Þórarins Eldjárns: hann dregur úr, afdramatíserar. Biskupinn reynist vera ómerkileg fyllibytta sem ansar „er það virkilega?“ þegar Guð- mundur reynir að segja eitthvað af viti við hann og veltur fljótlega út af. Hin vitsmunalegu átök sem búast mátti við — hin hugmyndalegu slagsmál — þau koma aldrei og lesandi situr uppi með fyndni sem byggir á því hve fullir menn eru gjarnir á að detta um allt lauslegt og hvað þeir sofna á fáránlegum stöðum. Lesandi er þannig litlu nær um þennan andlega leiðtoga þjóðarinnar, nema maðurinn á sýnilega við áfengisvanda- mál að stríða . . . Utan og ofan við mannlíf bókarinnar eru æðri máttarvöld, ekki ein og samein- uð heldur klofin: guð þeirra ríku sem Hítalín biskup fer með umboð fyrir, sá guð sem gerði skyssur og misskipti gæð- um heimsins og þarf að leiðrétta, og á hinn bóginn þau öfl sem alþýða manna hefur trúað á úr heiðinni forneskju. Mikilvægi þeirra birtist í því að fulltrúi þeirra, dvergurinn Pálmi Purkólín, er 464
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.