Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 32
Tímarit Máls og menningar altækt (þ. e. universale, sameiginlegt mörgu) hinu merkingarbæra tákni hugsunarinnar, til dæmis þessu nafni, „rós", (hoc nomen ,,rosa“), þegar engar rósir eru til sem það gæti verið sameiginlegt."5 Með öðrum orðum: eru tegundir og fylkingar eitthvað jafnvel þótt ekkert sé til sem fellur undir þær? Nokkru síðar, þegar hann er búinn að setja fram þá almennu kenningu sína að ekki sé til neitt altækt nema í mannlegri hugsun og máli, svarar Abelard spurningu sinni: nöfn geta engan veginn verið altæk þegar hlutirnir sem þau eru nöfn á eru horfnir; þá er ekki lengur hægt að fella með þeim dóma um marga hluti (af því að enginn hlutur er til sem þau tákna), og því eru þau engum hlutum sameiginleg, svo sem nafnið „rós“ þegar engar fyrirfinnast rósirnar. En eigi að síður hefur nafnið enn merkingu í hugsun- inni þótt hlutinn sjálfan, merkingarmiðið, skorti, því ella væri merkingar- laus setningin: „engin rós er til“.6 Sem sagt, orð um tegundir og fylkingar (og reyndar önnur orð líka) geta haft merkingu án þess að vísa til neins. Hér er rétt að staldra örlítið við. Eco hefur sjálfur gefið í skyn að setning hjá Abelard hafi verið ein af „heimildunum" fyrir titli bókarinnar.7 Af því má þó ekki draga þá ályktun að með því að lesa Abelard getum við fundið einhvern allsherjarlykil að bók Ecos. Skilningur á titli sem slíkum er ekki endilega lykill að verkinu sem ber titilinn — hvað ætli við séum svo sem nær skiningi á Húsinu á sléttunni, til dæmis, þótt við komumst að því af hverju verkið heitir þessu nafni? I öðru lagi, þá er víst að fleira en setning Abelards býr að baki titlinum.8 A hinn bóginn má færa fyrir því nokkur rök að setning Abelards og ekki síður málheimspekin sem er baksvið hennar endurómi hér og þar í bókinni. Að þessu verður vikið á eftir þegar við hugum nánar að heimspeki Vilhjálms af Baskerville. Vangaveltur Porfýríusar og Boetíusar um fylkingar og tegundir voru upphaf mikilla heimspekilegra rökræðna um stöðu hins altæka í veröldinni sem lesendur hafa aðeins fengið smjörþefinn af í spurningunum sem lagðar voru fram hér að ofan. Þessar rökræður eru enn óútkljáðar, en sögulega séð má skipta þeim í nokkrar lotur, og þar af voru tvær háðar á miðöldum. Ef hægt er að tala um sigurvegara, þá voru það þeir Pétur Abelard og Vilhjálmur af Ockham, hvor í sinni lotu. Þeir héldu raunar fram áþekkum kenningum þótt ekki séu þær að öllu leyti samhljóða. Hér er ekki um það að ræða að skoðun sé kveðin endanlega í kútinn og deilan haldi áfram vegna þess að nýjar skoðanir komi fram, heldur koma sömu sjónarmiðin fram aftur og aftur í nýju sambandi. Kenning Ockhams, sem líka má heimfæra upp á Abelard, er oft kölluð nafnhyggja (nominalism) um hið altæka, og kveður hún svo á að nöfnin ein séu sameiginleg mörgu; það er sem sagt nafnið „maður“ sem er Sókratesi og Xanþippu sameiginlegt. Hin öndverða skoðun sem segir að til orðsins „maður“ svari ákveðinn eiginleiki sem sé 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.