Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 35
Ilmur af nafni rósarinnar tveggja er til þess fallið að leiða menn frá hinum opinberuðu sannindum. Hver var svo Vilhjálmur af Ockham? Hvað kenndi hann? Hvernig kemur fram að hann sé fyrirmynd Vilhjálms af Baskerville? Þessum spurningum verður nú reynt að svara eins og kostur er í örstuttu máli. Víkjum fyrst að þeirri síðustu. Eco segir að í upphafi hafi hann hugsað sér Ockham sjálfan sem spæjar- ann í sögu sinni en svo hætt við það vegna þess að hann hafi ekki fellt sig við Ockham sem manneskju.10 Hann lætur líka „hinn hugbjarta dulhyggju- mann“ Ubertino segja um Ockham: „Mér er ekki um hann. Þetta er maður án innri elds, eintómur heili, ekkert hjarta.“ Vilhjálmur af Baskerville svarar: „En heilinn er góður.“ (57) Svo að á endanum varð Ockham bara fyrirmynd spæjarans, en fékk þó að vera með í sögunni í eigin persónu sem fjarstaddur vinur hans. Með því að láta Vilhjálm af Baskerville og Vilhjálm af Ockham vera tvo menn en ekki einn getur Eco gefið söguhetju sinni fleiri blæbrigði en ella. Hvað hugmyndir áhrærir kemur þetta fyrst og fremst fram í því að Vilhjálmur af Baskerville dáir Roger Bacon (1220? —1292). Ég hygg hins vegar að Ockham hafi verið hér um bil ósnortinn af hugmyndum Bacons, sem var umfram allt boðberi nýrra og fornra náttúruvísinda eins og glöggt kemur fram í Nafni rósarinnar. Gleraugnasagan öll gæti því staðist — elstu heimildir um stækkunargler á Vesturlöndum eru frá Bacon — sem og hug- myndir um vélar sem eignaðar eru Bacon í bókinni: Bacon spáði því að hag- nýt vísindi leiddu af sér bíla, vélbáta og flugvélar, sem var, á þeim tíma, brjáluð hugmynd. Vilhjálmur af Baskerville er margbrotin manneskja meðal annars vegna þess að í honum togast á glaðbeitt vísindatrú, sem hann hefur frá Bacon, og eins konar efahyggja, sem hann hefur frá nafna sínum. Vilhjálmur af Ockham fæddist einhvern tíma á milli 1280 og 1290 í þorpinu Ockham skammt frá Lundúnum. Hann gekk ungur í grámunka- regluna, reglu heilags Frans. Hann var við háskólann í Oxford fyrst sem námsmaður og síðan sem fyrirlesari frá 1309 til 1324, er hann var kallaður til Avignon til að svara til saka fyrir trúvilluákæru. Þar dvelst hann næstu fjögur árin án þess að úrskurður sé kveðinn upp í máli hans. Þessi Avignon- ár var Ockham óhemju ötull við skriftir og eru flest helstu heimspekirit hans frá þeim tíma. Meðal þeirra má nefna höfuðritið Agrip rökfrœbinnar (Summa logicae) og Quodlibeta og auk þess ritskýringar við rökfræðirit Aristótelesar, Isagoge Porfýríusar og Sententiae Péturs Lombards. I Avign- on lét Ockham að sér kveða í deilum um fátækt Krists og postulanna (sem eftir því sem Vilhjálmur segir Adso snerust í rauninni um lögsögu kirkjunn- ar um jarðneska hluti, 324). Svo fór að lokum að Ockham og Michaele frá Cesena — hann kemur nokkuð við sögu í Nafni rósarinnar — flýðu saman frá Avignon og leituðu verndar í Múnchen („Munkaborg" í sögunni) hjá TMM 111 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.