Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 37
Ilmur af nafni rósarinnar einkenni" á íslensku. Eins og áður greinir var það einmitt höfuðatriði hjá Aristótelesi og skólaspekingum fyrir daga Ockhams að öll vísindaleg þekk- ing væri þekking á eðli hlutanna, sem sé eitthvað altækt. Það er þetta sem Adso er að gefa í skyn: það er ekki nóg með að það hafi í sjálfu sér verið lyginni líkast að meistarinn skyldi geta sagt til um nafn hestsins Brunellusar, heldur er svona þekking á einstaklingum óhugsandi samkvæmt viðteknum kenningum. Þessi skírskotun til hefðarinnar ferst fyrir í íslensku gerðinni alveg að óþörfu. Vilhjálmur svarar Adso því til að þegar við köllum hlutina altækum nöfnum, hest eða mann en ekki Brunellus eða Sókrates, sé það oft fremur til marks um þekkingarskort en þekkingu: við notum þau vegna þess að við vitum ekki nákvæmlega um hvaða einstakling er að ræða. Það er ekki fyrr en við skynjum hlutina svo greinilega að við höfum aðgreint þá frá öllum öðrum að komin er fullvissa og fullkomin þekking. Hér er vitaskuld um að ræða „hina beinu skynjun" eða cognito intuitiva Ockhams sem vikið var að áðan. Orð Ecos yfir þetta eru hér „intuizione del singolare“, sem á íslenskunni verður „hugboð um hið einstaka“ (32). Það er afleitur kostur, því hugboð er oftast nær einhvers konar grunur sem hægt er að fá staðfestingu á eða hrekja síðar. Hér er hins vegar ekki um neitt slíkt að ræða því að hin beina skynjun hjá þeim nöfnum er einmitt prófsteinninn á gildi annarra hugmynda, þar á meðal alls þess sem venjulega er kallað hugboð. Sjálf verður hún ekki staðfest með tilvísun til einhvers annars en sjálfrar sín. I næsta heimspekilega samtali þeirra félaga (bls. 192 — 195) ber hina beinu skynjun aftur á góma. Þar er talað um „innsæi einstaklingsins“ og „einstakl- ingsinnsæi“ í íslensku þýðingunni sem kemur í stað „l’intuizione dell’indi- viduale“. Islensku orðin er ómögulegt að skilja öðruvísi en þau hljóða, það er að segja að einhverjir einstaklingar hafi eða geti haft eitthvert innsæi. Hér er þýðandinn á villigötum, sem er dálítið slæmt vegna þess að þetta er sá kafli þar sem heimspekileg afstaða Vilhjálms af Baskerville kemur skýrast fram og sú afstaða skiptir nokkru, held ég, um viðbrögð Vilhjálms við þeim atburðum sem eiga sér stað í klaustrinu. Þess má geta að íslenski þýðandinn er ekki einn um að sjást yfir hvað hér er um að ræða, því enski þýðandinn, William Weaver, gerir ekki miklu betur með orðunum „the sense of the individual", þar sem „sense“ er afleitt og „of the individual“ illa tvírætt.11 Frakkinn, Jean-Noel Schifano, er hins vegar með þetta rétt í sinni þýðingu.12 Orðið „innsæi“ er dálítið villandi sem þýðing á „intuizione" í þessu sam- bandi, nær lagi væri að segja einfaldlega „skynjun“. En látum það vera. Ollu verra er að orðinu „individuale“ er alls ekki ætlað að gefa í skyn að einstaklingar skynji eitt eða annað með innsæi sínu, heldur að það sem þannig er skynjað eða meðtekið sé einstakt, einstakir hlutir eða eiginleikar 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.