Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 43
Ilmur af nafni rósarinnar að teikningunni? Ja, kannski enginn, kannski byggingarmeistarinn sjálfur, en altént er engin önnur teikning hugsanleg: veröldin eins og hún er hefur alla möguleikana að geyma. Adso trúir því líka að því er virðist að einhyrningar gætu ekki orðið til (297). Þessa grísku hugmynd urðu hinir kristnu heimspekingar miðalda að sætta við gyðinglega hugmynd um Guð í líkingu við voldugan konung sem deilir og drottnar. Almœtti Guðs er þetta kallað á fræðimáli. Sá sem á engra kosta völ hefur ekki mikinn mátt og völd. Og ef Guð hlaut að skapa einmitt þann heim sem hann skapaði ásamt endanlegum lögmálum hans, þá virðist sem hann hafi ekki átt neinna kosta völ og almættið þar með að engu orðið. Ymsar leiðir voru reyndar til að koma þessum hugmyndum heim og saman. Ockham hins vegar afgreiðir málið með því að hafna hinni grísku hugmynd með öllu. Hann lætur sér ekki nægja að segja að Guð skapi sjálfur hugmyndir sínar, heldur gengur hann skrefi lengra og neitar því að Guð hafi nokkrar hugmyndir sem séu einhvers konar milliliður milli hans sjálfs og sköpunarverksins. Þetta er baksvið þeirrar staðhæfingar Vilhjálms af Baskerville að regla í alheiminum „myndi brjóta í bága við hinn frjálsa vilja Guðs og almætti hans“ (459). Svo aftur sé stuðst við líkingu má segja að Guð Ockhams og Vilhjálms af Baskerville sé eins og hljómlistarmaður sem spinnur tónverkið upp úr sér um leið og hann spilar. Veröldin sjálf er tónverkið. Þetta er róttæk hugmynd. Svo róttæk að þegar Adso heyrir hana dregur hann guðfræðilega ályktun í fyrsta og eina skiptið á ævinni: „En hvernig ætti að geta verið til nauðsynleg vera sem væri algerlega ofin af mögu- leikum? Hvaða munur er þá á Guði og hinu upprunalega kaosi? Að halda fram takmarkalausu almætti Guðs og takmarkalausu valfrelsi hans, jafngild- ir það ekki því að sanna að Guð sé ekki til?“ spyr vesalings Adso (459). Við þessu fær hann ekkert skýrt svar, og lesandinn aðeins torræð tákn. I framsetningu Ecos í þessum kafla hljómar afneitun Vilhjálms á algildum náttúrulögmálum eins og hann sé að neita því að það sé í raun nokkur regla í tilverunni. Við komumst að vísu ekki hjá því að ætla heiminum reglufestu og með því að gera það getum við komist að ýmsum sannindum. En það er blekking að það séu einhverjar reglur. Eco lætur Vilhjálm vitna í þýskan dulhyggjumann: „Reglan sem hugur okkar ímyndar sér er eins og net, eða eins og stigi, sem maður smíðar sér til að ná einhverju. En á eftir verður maður að kasta stiganum, vegna þess að maður uppgötvar að, enda þótt hann hafi komið að gagni, var hann sjálfur meiningarlaus." (459) Þessa stiga- líkingu er að finna með svipuðu orðalagi hjá austurríska heimspekingnum Ludwig Wittgenstein (1889—1951) í Tractatus logico-philosophicus, þar sem Wittgenstein segir þetta um sínar eigin setningar í sama verki. 13 Hana er líka að finna hjá meistara efahyggjunnar, Sextusi Empiricusi (2.-3. öld). 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.