Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 103
Úrvinnsla ordanna stílbragð hennar. Þar sem þessi umræða um orð er svo mikilvæg í sögunni, er nauðsynlegt að þýðandi hafi gert sér grein fyrir henni, en það hefur hann ekki, og er hún svo til gjörsamlega útþurrkuð í máli þýðingarinnar. Klifanir sem yfirleitt hafa það einkenni að vera hnitmiðaðar, með reglu- bundna hrynjandi og stundum stuðla, eru annaðhvort þýddar frá orði til orðs eða leystar upp í útskýringar á efni þeirra, í stað þess að vera þýddar með tilsvarandi klifunum í norsku. Eftir að leigjandinn er kominn, er konan ekki viss um „hvort hún væri frjáls ferða sinna yfirleitt“ (18), sem er mjög írónískt, því að konan á sér enga ósk heitari en þurfa aldrei að fara út fyrir hússins dyr. Þetta er þýtt með „om ho i det heile hadde fridom til á koma og gá som ho ville“ (16), sem vísar ekki til neins orðatiltækis í norsku og fletur auk þess út hnitmiðaðan stílinn. „Hvaða vit var líka í að hamast svona?“ (34), hugsar konan eitt sinn og horfir á leigjandann, sem hún ímyndar sér að sé uppgefinn eftir að hafa skrúfað nokkrar skrúfur. Þetta verður í þýðing- unni „kva skulle det no ög vera godt for á drive pá som ein rasande sáleis“ (26), sem er alltof yfirdrifið og einskorðað við þennan ákveðna atburð. Stundum verða klifanirnar, sem konan hugsar í, að eins konar slagorðum, sem hún síðan fer að trúa á. A það t. a. m. við um setningu eins og „frjálst fólk í eigin húsnæði“ (46), sem er svo slagorðakennd að það vantar í hana umsögn. Þetta hefur þýðandi ekki skilið, því að hann leysir upp setninguna og bætir inn sögnum í þýðingunni „menneske som var frie og hadde eigin bustad" (33). I samtali hjónanna um ágang leigjandans er að finna gott dæmi um klifun sem stangast á við raunverulegar aðstæður. Konan er að kvarta undan þeirri þjónustu sem hún veitir leigjandanum og Pétur svarar: „Við höfum hingað til ekki talið eftir okkur greiðasemi við gesti“ (81). „Gesti ...?“ (81), spyr hún og vill ekki telja leigjandann til gesta. En um leið áréttar spurningin fánýti orðatiltækisins í munni fólks, sem sagan sýnir að aldrei fær gesti. I þýðingunni er klifunin í orðum Péturs orðin að: „Til denne tid har vi ikkje rekna pá dei tenester vi har gjort váre gjester" (56), þar sem hið almenna er orðið sértækt, gestir yfirleitt orðnir að gestum þeirra. Á þennan hátt tapast í þýðingunni þetta mynstur fastmótaðra hugmynda sem persónur sögunnar eru sífellt að hugsa og tala í og sem þær þess vegna geta ekki komist úr. Endurtekningar Klifanir í máli byggjast mjög á endurtekningum, og gegna endurtekningar miklu hlutverki í frásagnaraðferð og merkingu Leigjandans. Eins og önnur formeinkenni sögunnar fara þær að mestu forgörðum í þýðingunni. í vitund konunnar, sem sjónarhorn sögunnar annaðhvort fylgir alveg eða er mjög nálægt, hafa hlutir og fyrirbrigði ákveðin nöfn, þar sem allt er á 237
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.