Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 107
Úrvinnsla orðanna dettur hann niður á skýringu, sem hann fer að trúa á, og gerir þannig félagslega ákvarðað vandamál að spurningu um persónueinkenni: Kannski er ég bara ekki maður til að standa í þessu. Hvaða vitleysa, sagði konan. Jú, sagði hann, ég er ekki maður til að standa í þessu. (42) Þetta verður í þýðingunni: Kanskje eg rett og slett ikkje er mann for a greie dette. For noko töv, sa kona. Jo, sa han, eg er ikkje kar om d greie opp i dette. (31) A sama hátt og konan gerir svo oft sækir hann í sig veðrið með því að endurtaka eigin setningu, þar til hún fer „að hljóma sem særingarþula" (47). Þetta kemur ekki fram í þýðingunni, og heldur ekki sú hugmyndafræði þjóðfélagsins sem felst í klifuninni um „að vera maður til e-s“, og þau bæði tileinka sér gagnrýnislaust. Vísanir Vísanir eða „allúsjónir“ eru venjulega skilgreindar sem „hentydninger i litterære verker til bestemte omstendigheter, personer, uttalelser, andre dikterverker“, þ. e. sem skírskotanir í bókmenntaverkum til ákveðinna aðstæðna, persóna, orða eða til annarra bókmenntaverka.10) Vísanir Svövu í Leigjandanum eru að því leyti sérstakar, að þær eru sjaldnast í einhverjar ákveðnar og afmarkaðar aðstæður, heldur fyrst og fremst í mál. Þannig má líta á klifanirnar, sem persónur sögunnar eru alltaf að grípa til, sem vísanir í ákveðna tegund málnotkunar, sem er algeng í venjulegu hversdagsmáli. Aðrar vísanir í mál eru í líkingamál biblíunnar og mál sem tilheyrir hernaði og stríði.u) Allar eru þessar vísanir írónískar, vegna þess að milli þeirra og efnisins er misræmi, sem svo aftur afhjúpar það bil sem er milli hefðbundins tungumáls og raunverulegrar reynslu.12) Þær skipta því miklu máli fyrir allan skilning á sögunni, og ekki síst á táknum hennar. Fæstum þessara vísana hefur þó þýðanda tekist að koma til skila í þýðingunni. Vísanir í biblíumál einkenna allan stíl sögunnar, en einna áþreifanlegastar eru þær sem um leið tengjast ákveðnum og þekktum atburðum, eins og vísanirnar í sköpunarsöguna og píslarsöguna. Þannig er húsbyggingunni, eftir að hún loksins fer af stað, og geysilegri vinnu konunnar við innréttingu heimilisins, hvað eftir annað lýst sem hliðstæðu við sköpun heimsins. I fyrsta skipti sem þessi vísun kemur beinlínis fyrir er verið að segja frá umskiptunum sem peningar leigjandans höfðu valdið: 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.