Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 108
Tímarit Máls og menningar allt gerðist svo hratt að hún henti ekki reiður á smáatriðum, vissi aðeins að nýr heimur var að rísa úr févana rústum. Framkvæmdirnar bergmáluðu í loftinu til vitnis um sköpun þessa nýja heims. (87) Þetta verður í þýðingunni: alt hende si snögt at ho kunne ikkje halde greie pá smáting, visste berre at ein ny heim heldt pá á rise or pengesnaue ruinar. Iverksetjinga gav atterljom i lufta til vitne om at denne nye heim vart skapt. (59) Mikið af vísuninni tapast við það, að lykilorðið „heimur“ er þýtt með „heim“, sem merkir heimili. Að vísu getur nýnorska orðið „heim“ merkt heimur, en aðeins í gömlu og skáldlegu máli. Það rétta hefði verið að þýða íslenska orðið „heimur“ með orðinu „verd“, sem notað er um fyrirbrigðið í nýnorsku biblíuþýðingunni, og væri það einnig til samræmis við þýðingu orðsins á öðrum stöðum í bókinni (sbr. t. a. m. á blaðsíðu 41, þar sem orðið heimur er tvisvar þýtt með ,,verd“). A svipaðan hátt tapast vísunin í frásögninni af óþreyju konunnar „eftir að sjá heim sinn krýndan“ (117), sem þýtt er með „etter á sjá krona pá heimen sin“ (77), þ. e. eftir að sjá heimili sitt krýnt. I sömu frásögn er svo orðið „híbýli“ (118) sömuleiðis þýtt með „heim“ (77), og við það hverfur endanlega sú íróníska hliðstæða sem frum- textinn sýnir milli sköpunar heimsins og sköpunar heimilis. Þegar konan kemur í fyrsta skipti auga á manninn í fjörunni hrópar hún upp yfir sig: „Sjáiði manninn!" (102), og er bein vísun í fræg orð Pílatusar, þegar hann framselur frelsarann (sbr. Jóh. 19, 6). I íslensku biblíunni eru þessi orð: „Sjá, þar er maðurinn“, og eru þau löguð að íslensku talmáli hjá Svövu, en ekki meir en svo að vísunin skilst. I norsku biblíunni eru þessi orð: „Sjá det mennesket!“, sem þýðandi hefur augsýnilega ekki talið neina ástæðu til að nota, því að hann þýðir: „Sjá pá mannen!" (68), sem gæti allt eins þýtt „sko karlinn“ og verður varla skilið sem vísun. Eftir því sem nær dregur jólum fer konan að fara æ fyrr á fætur á morgnana „til þess að rættist ekki á henni það sem sagt var við hina andvaralausu: Gátuð þér ekki vakað eina stund?" (114). Með þessu er vísað í þau orð sem Jesús sagði við lærisveinana, þegar hann fann þá sofandi í grasgarðinum (sbr. Matth. 26, 40). I íslensku biblíunni segir: „Þér gátuð þá eigi vakað með mér eina stund!“ og eru þau næstum samhljóða orðum sögunnar. I norsku biblíunni eru þessi orð Jesú: „Kunne de ikkje vaka ein time med meg?“ Til þeirra hefur þýðandi þó ekki kosið að leita, því að hjá honum eru þau: „Kunne de ikkje vaka ei stutt stund?“ (76), þar sem hann háður íslenskunni þýðir „stund“ með „stund“ og bætir auk þess við lýsingarorði. 242
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.