Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 84
Tímarit Mals og menningar andi að oft meina þær ekkert af því sem þær eru að segja. Annað einkenni Nat- halie Sarraute er að hún leitar lengi að réttu orði til að lýsa einhverju sem varla er hægr að lýsa, og er þá oft búin að nota mörg önnur svipaðrar merkingar áður en hún dettur ofan á það eina rétta. Setningar hennar eru stundum langar, en stundum aðeins bútar út setningum og oft grípa persónur hver fram í fýrir ann- arri. í reynd eru sögur Sarraute merkileg ádeila á snobb og óhreinlyndi í við- skiptum manna sín á milli. Þó Jean-Paul Sartre skrifaði formála að skáldsögunni Portrait d'un inconnu (Andlitsmynd af óþekktum manni, 1947) eftir Nathalie Sarraute gekk henni erfiðlega að fá viðurkenningu sem rithöfundur. Það tókst Alain Robbe-Grillet hins vegar, enda kemur nafn hans oftast fyrst upp í huga manna þegar „nýja skáldsagan" er nefnd. Fyrsta bókin eftir hann kom út árið 1953, nefnd Les Gom- mes. Hún vakti allmiklaeftirtekt, og líkaLe Voye«r(Gluggagægirinn) árið 1955. Það sem helst vakti athygli í þessum skáldsögum var hversu nákvæmar lýsingar þar voru á hlutum og smáatriðum í umhverfínu sem sagan gerist í, svo jaðraði við vísindalega nákvæmni. Ári síðar gaf hann út bókina Unevoiepour le roman fu- tur (Vegur fyrir skáldsögu framtíðarinnar, 1956) þar sem hann setur fram kenn- ingar sínar um hvernig skáldsagan eigi að vera í framtíðinni. Hann hvetur rit- höfunda til þess að leggja niður sálar- og þjóðlífsgreiningar og líta á heiminn eins og hann er: „Heimurinn er hvorki fullur merkingar né fáránlegur. Hann bara er. Að minnsta kosti er það það merkilegasta við hann.” Rithöfundurinn á að horfa á heiminn líkt og myndavélarlinsa, reyna að grípa hlutina með sem hlutlausustum orðum, orðum sem hafa ekki tilfinningalega skírskotun, og það er erfitt, fyrst siðferðilegar og tilfinningalegar venjur okkar hlaða þau aukamerking- um. Því er sjónarhorn sögumanns afar mikilvægt og getur gerbreytt sögunni. Michel Butor er aftur á móti altekinn af sögusviði og tíma. í einni sinni fyrstu skáldsögu, L'Emploidu temps (Stundataflan, 1956), reyniraðalsöguhetjanaðskrá atburði sem hentu hann í borginni Bleston í Englandi sjö mánuðum áður en sag- an gerist, og þar sem hann býr enn. En aðrir atburðir halda áfram að gerast í lífi hans og rugla hann í ríminu, vegna þess að þeir eru afleiðingar þess sem gerðist sjö mánuðum fyrr. Nútíminn gerir stöðugt innrás í þann liðna, breytir honum og gerir að verkum að ókleift verður að segja frá í réttri tímaröð. í sögunni La Modification (Breytingin, 1957), eru tími og þó sérstaklega sögusviðið enn aðal- atriðið. Hér er aðalpersónan á ferðalagi í lest milli Parísar og Rómar og á leiðinni er hann að bræða með sér hvort hann eigi að skilja við konuna sína og taka saman við frilluna í Róm. Hann talar við sjálfan sig — eða hugsar—, blandar saman mis- munandi tíma og mismunandi stöðum á flókinn hátt, en samt tekst höfundi alltaf að gera lesanda nokkurn veginn ljóst hvar hann er staddur. Sennilega er Claude Simon sá af nýsögumönnum sem gengið hefur hvað lengst í þá átt að bylta formi og stíl, og þó var hann sá eini sem byrjaði á því að 346
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.