Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 121
minnir lesandann á að verið er að segja honum sögu og féll því í ónáð meðan raun- sæiskrafan var sem hörðust. Á seinni tím- um hafa ýmsir tekið hana upp og minnir aðferð Einars að þessu leyti eins og ýmsu öðru leyti mest á Heinesen, eins og glögg- ur maður benti mér á. Umhverfið í þessari nýju sögu Einars Más Guðmundssonar er hið sama og í fyrri skáldsögum hans: Borgin, og miðpunktur þess enn í Djúpunum eða nágrenni þeirra. Embættismenn hverfisins: Daníel prestur, Herbert skólastjóri og Anton rakari, eru hinir sömu, en þó er eins og eitthvað hafi breyst. Hvar eru þessir sprelllifandi strák- ar sem ólmuðust á síðum fyrri bóka? Líklega eru strákarnir einhvers staðar í bókinni. Kannski hata þeir sogast endan- lega inn í vitund sögumannsins og skynja það sem gerist eða ekki gerist með honum, ellegar þeir fela sig í hópi barnanna sem ganga í sunnudagakóla hjá Daníei presti. Ég get ekki neitað að ég sakna þeirra og finnst vanta mikið á að trillukallar á verk- stæði söðlasmiðs eða heimilislíf Daníels prests og hans góðu konu Sigríðar bæti upp veruleikamissinn sem mér finnst hafa orðið í sagnaheimi Einars Más. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að þessi samanburður er ekki gerður á þeirri forsendu að Einar Már sé skyldugur að halda áfram að skrifa eins og hann hefur gert, þótt fyrri skriftir hafi tekist býsna vel. Samanburðurinn er gerður til að leita skýringa á af hverju þessi bók hrífur mig svo miklu minna en fyrri sögur sama höf- undar. Það vantar ekki fjörið í líkingarnar, hugmyndaflugið er mikið og oft skemmti- legt og mörgum leiftrum brugðið inn í skot og afkima tilverunnar í borginni. Og Einar Már ætlar sér ekki minna en áður, líklega meira. Sem sé að segja frá undrum og stórmerkjum handan hversdagsleikans, þess háttar sem alþýðleg fantasía hefur Umsagnir um bcekur löngum verið fangin af. Seiseijú, mikil ó- sköp. Honum tekst meira að segja vel í upphafi að vekja eftirvæntingu, skapa rétt andrúmsloft til að veita viðtöku undrum og stórmerkjum, en svo er eins og þetta lyppist niður og maður segir við sjálfan sig: má ég þá heldur biðja um gamaldags draugasögu sagða með færri orðum. Sögumaður Einars Más hefur einatt ver- ið skrafskjóða, látið móðan mása og vaðið úr einu í annað, ekki ólíkt því sem gerist í gömlum sögum af Tristram Shandy eða Jakobi örlagatrúarmanni. En sögumenn Riddaranna og Vængjasláttarins komast upp með málskraf sitt: í fyrsta lagi afþví að þeir eru skemmtilegir, og í öðru lagi af því að þeir finna á sér hvenær lesandinn er orð- inn svo þreyttur á þeim að hann fer senn að óska málæði þeirra norður og niður; þá snúa þeir við blaðinu og ryðja úr sér ó- mengaðri frásögn sem er svo kjarnmiki! og kátleg að lesandinn tekur þá í fulla sátt og meira en það. Hér finnst mér Einari Má bregðast bogalistin: frásögnin sjálf er eitt- hvað svo loftkennd, fyrir utan hvað hún er margorð, að lesandanum hlotnast aldrei sú nautn að láta blekkja sig vitandi vits til að segja: akkúrat svona var það. Myndmálið og hugdetturnar eru oft frá- bærlega skemmtileg: En borgin. Sjálf borgin. Fullkomlega varnarlaus við ís- köld endimörk veraldar situr hún einsog nakið tré á klettasyllu, varla stærri en hriplekur kofi eða örlítill vatnsdropi sé horft gegnum blálýst auga alheimsins. Og hafið, hafið sem löðrandi freyðir. Ufið og grátt skellur það á klappirnar þar sem kyrkingslegar trágreinar skjálfa í hrollkaldri nekt. (14) 383
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.