Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 14
Tímarit Máls og menningar Kvæðið Fönix og dúfa (The Phoenix and the Turtlé) eftir William Shakespeare er dálítið furðulegur samsetningur. Það líkist engu öðru sem Shakespeare hefur verið- eignað og hefur þótt æði torskilið, a.m.k. á pörtum. Efnisþáttur kvæðisins er ekki með öllu ljós; en bent hefur verið á frásögn af því, að guðir Rómverja sátu á þingi, þar sem gyðjan Náttúra lýsti hinum arabíska fönixfugli, sem var einn sinnar teg- undar í öllum heimi. Kvaðst hún óttast að hann dæi án þess að eignast afkvæmi. Júpíter himnaguð svaraði því til, að í Pafos væri yndisleg dúfa, fulltrúi hins sanna heiðurs, og myndi fundum þeirra fuglanna tveggja bera saman á fjalli nokkru, þar sem með þeim tækjust órjúfandi ástir. Þetta gekk eftir; og þar kom, að fönixfuglinn og dúfan afréðu að staðfesta ást sína um eilífð með því að deyja saman. Síðan stigu þau á bál. Samkvæmt forngrískri vésögn gerði fönixfuglinn sér hreiður úr ilmjurtum í háu tré, þar sem hann lifði fimmhundruð ár. Þá sló hann eldi í hreiður sitt með vængj- unum og brann. En upp af ösku hans flaug nýr fönix. Þannig varð fönix tákn ódauðleika. Þess má geta, að gríska ástagyðjan Affródíta (Venus) átti sér mikið hof í Pafos á eynni Kípur, sem hún var oft við kennd og nefnd Kípris. Þangað ók hún í vagni sínum, sem hún beitti dúfum fyrir. Á það er drepið í leikriti Shakespeares, Ofvibr- inu. Eins og að líkum lætur um torskýrðan kveðskap, hafa skoðanir verið skiptar um gildi kvæðis þessa. Hafa sumir kallað svo, að þar sé um altæra skáldlist að ræða; en öðrum þykir þetta hinn hraklegasti leirburður, sem í engu eigi neitt skylt við skáld- skap, hvað svo sem Shakespeare hafi gengið til að setja það saman. Enn öðrum þyk- ir vel rúmur vegur þar á milli. Sé í þokkabót um þýðingu að ræða, er ekki að sökum að spyrja. Talið er að kvæðið fjalli einungis um hreina ást af því dæmalausa tagi, að kenndir elskendanna renni saman í eitt, svo sem stagazt er á í hverju erindinu eftir annað. Ekki eru menn á einu máli um það, hver sá fugl sé, sem um getur í upphafi kvæðis. Stungið hefur verið upp á næturgala, fugli tregans; en einnig hefur mönnum dottið í hug, að þar sé fönixfuglinn sjálfur kominn til skjalanna, upp risinn úr öskunni, til að halda hátíðlega útför sjálfs sín og dúfunnar. Sumt í kvæðinu virðist þó mæla gegn því. Enda telja enn aðrir að þar sé einungis til kvaddur sá fugl sem hæst geti galað. En fleira virðist koma til greina; og má víst hver hafa um það sína getgátu. Síðar í kvæðinu telst að því vikið, að hrafninn stofni til unga sinna með andardrætt- inum, svo sem einhvern tíma hafi verið þjóðtrú einhvers staðar. Að öðru leyti skal ekki fjallað hér um texta. En þýðingartilraun þessi er til komin af hvötum Máls og menningar vegna tilefnis. - Þýðandi 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.