Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 14
Tímarit Máls og menningar
Kvæðið Fönix og dúfa (The Phoenix and the Turtlé) eftir William Shakespeare er
dálítið furðulegur samsetningur. Það líkist engu öðru sem Shakespeare hefur verið-
eignað og hefur þótt æði torskilið, a.m.k. á pörtum. Efnisþáttur kvæðisins er ekki
með öllu ljós; en bent hefur verið á frásögn af því, að guðir Rómverja sátu á þingi,
þar sem gyðjan Náttúra lýsti hinum arabíska fönixfugli, sem var einn sinnar teg-
undar í öllum heimi. Kvaðst hún óttast að hann dæi án þess að eignast afkvæmi.
Júpíter himnaguð svaraði því til, að í Pafos væri yndisleg dúfa, fulltrúi hins sanna
heiðurs, og myndi fundum þeirra fuglanna tveggja bera saman á fjalli nokkru, þar
sem með þeim tækjust órjúfandi ástir. Þetta gekk eftir; og þar kom, að fönixfuglinn
og dúfan afréðu að staðfesta ást sína um eilífð með því að deyja saman. Síðan stigu
þau á bál.
Samkvæmt forngrískri vésögn gerði fönixfuglinn sér hreiður úr ilmjurtum í háu
tré, þar sem hann lifði fimmhundruð ár. Þá sló hann eldi í hreiður sitt með vængj-
unum og brann. En upp af ösku hans flaug nýr fönix. Þannig varð fönix tákn
ódauðleika.
Þess má geta, að gríska ástagyðjan Affródíta (Venus) átti sér mikið hof í Pafos á
eynni Kípur, sem hún var oft við kennd og nefnd Kípris. Þangað ók hún í vagni
sínum, sem hún beitti dúfum fyrir. Á það er drepið í leikriti Shakespeares, Ofvibr-
inu.
Eins og að líkum lætur um torskýrðan kveðskap, hafa skoðanir verið skiptar um
gildi kvæðis þessa. Hafa sumir kallað svo, að þar sé um altæra skáldlist að ræða; en
öðrum þykir þetta hinn hraklegasti leirburður, sem í engu eigi neitt skylt við skáld-
skap, hvað svo sem Shakespeare hafi gengið til að setja það saman. Enn öðrum þyk-
ir vel rúmur vegur þar á milli. Sé í þokkabót um þýðingu að ræða, er ekki að sökum
að spyrja.
Talið er að kvæðið fjalli einungis um hreina ást af því dæmalausa tagi, að kenndir
elskendanna renni saman í eitt, svo sem stagazt er á í hverju erindinu eftir annað.
Ekki eru menn á einu máli um það, hver sá fugl sé, sem um getur í upphafi kvæðis.
Stungið hefur verið upp á næturgala, fugli tregans; en einnig hefur mönnum dottið í
hug, að þar sé fönixfuglinn sjálfur kominn til skjalanna, upp risinn úr öskunni, til
að halda hátíðlega útför sjálfs sín og dúfunnar. Sumt í kvæðinu virðist þó mæla
gegn því. Enda telja enn aðrir að þar sé einungis til kvaddur sá fugl sem hæst geti
galað. En fleira virðist koma til greina; og má víst hver hafa um það sína getgátu.
Síðar í kvæðinu telst að því vikið, að hrafninn stofni til unga sinna með andardrætt-
inum, svo sem einhvern tíma hafi verið þjóðtrú einhvers staðar.
Að öðru leyti skal ekki fjallað hér um texta. En þýðingartilraun þessi er til komin
af hvötum Máls og menningar vegna tilefnis.
- Þýðandi
4