Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar það augljóst mál: réttlætið er tilbúningur okkar; það er hvergi sýnilegt í sögunni, heldur handan sögunnar og varpar skugga á hana, sýnir hana sem sögu ranglætis. Það er ekkert sem segir okkur að velja þetta gildi fremur en annað. Og þetta er að vissu leyti rétt: sagan snýst ekki um réttlæti eða ranglæti, heldur fólk, athafnir þess og verk sem má skoða og meta undir mörgum öðrum sjónarhornum. Og vel má vera að réttlætið sé ekki annað en uppspuni manna. Allavega er ljóst að tómhyggjan verður ekki hrakin með því að lofsyngja réttlæti sem virðist naumast eða alls ekki af þessum heimi. Kjarni málsins er annar. Tómhyggjan gefur okkur frelsi til að velja þau gildi sem okkur sýnist, en hún losar okkur ekki undan valinu. Og hér stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig á þetta val sér stað, ef engar öruggar viðmiðanir eru til? Hér á tómhyggjan ekkert svar og yfirgefur okkur á víg- velli dauðra skoðana. Ekkert skiptir í sjálfu sér máli og val okkar virðist hljóta að gerast ósjálfrátt og án þess að við getum fyrirfram lagt á ráðin um það. Þetta er sannleikur tómhyggjunnar og hann er allrar athygli verður. En þar með er ekki öll sagan sögð. Sannleiksorð tómhyggjunnar gefa okkur nýjar forsendur til að nálgast söguna. Ef tómhyggjan hefur rétt fyrir sér þá er sagan hlutskipti okkar, sagan í öllum sínum hverfulleik, með blekkingum sínum og brengluðu gildismati. Hún er hlutskipti okkar í þeim ákveðna skilningi að við höfum blátt áfram ekkert utan hennar að styðjast við. An sögunnar værum við gersamlega í lausu lofti án allra tengsla, hefð- um ekkert til að miða við. Eina leiðin, eini möguleikinn sem okkur gefst til að átta okkur á sjálfum okkur, leita þess sem gæti gefið okkur eitthvað til að taka mið af, er að segja söguna sem við tilheyrum, sem hefur valið okk- ur og sem núna - eins og ævinlega núna - stillir okkur upp andspænis tóm- hyggjunni. Tómhyggjan er ekki ný af nálinni, hún hefur frá öndverðu fylgt manninum sem spyr um merkingu, tilgang, markmið. Saga mannkyns hef- ur ævinlega verið saga þess hvernig mennirnir fálma út í tómið eftir merk- ingu, tilgangi. Sagan er í þessum skilningi saga tómhyggjunnar, markleysis- ins. Hún er saga þess hvernig mennirnir áforma og aðhafast, hvernig þeir vefjast inn í veruleika sinna eigin verka og stofnana, hvernig þeir berjast um í fjötrum eigin kerfa og náttúrunnar, hvernig þá dreymir og hvernig þeir brjótast undan oki aðstæðna sinna, vilja skapa nýja veröld fulla af verð- mætum, brestur þrek eða þor andspænis yfirþyrmandi verkefnum, rísa aft- ur upp og berjast í nafni réttlætis, frelsis eða annarra hugsjóna. Sagan, þessi saga, er hlutskipti okkar. Allt sem við segjum, ætlum og ger- um er hluti af leikfléttum hennar. Einnig þessar hugleiðingar okkar um markmið og markleysi. Við höfum vissulega ekki fast land undir fótum, heldur óviss gildi og ólgandi atburðarásir, sem við kunnum aldrei fyllilega skil á, heldur verðum sífellt að rekja í sögum til að reyna að finna sjálf okk- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.