Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 129
stöður fræðimanna um handrit og texta og stundum farið eftir glænýjum fræði- legum útgáfum (jafnvel útgáfum sem enn eru óprentaðar), og hafa þeir þann- ig getað birt texta sem eru í betra sam- ræmi við þær kenningar sem nú eru taldar réttastar og hafa oft á tíðum ekki áður komið fyrir sjónir almennra les- enda. Þegar tvær ólíkar gerðir eru til af sögum, eru þær gjarnan prentaðar báðar í heild. Ymis dæmi um þetta mætti nefna: í Grettis sögu er stuðst við uppskrift Ól- afs Halldórssonar af aðalhandriti, í Hrafnkels sögu er stuðst við óprentaða útgáfu Peters Springborgs og fylgt handriti sem ekki hefur áður verið birt í aðgengilegri útgáfu, í Egils sögu er stuðst við stafrétta útgáfu Finns Jóns- sonar frá 1886-88 svo og uppskrift Bjarna Einarssonar af handriti, í Hall- freðar sögu er stuðst við útgáfu Bjarna Einarssonar frá 1977 og prentaðar tvær mismunandi gerðir, og í Flóamanna sögu er m.a. stuðst við óprentaða útgáfu Richards Perkins. Af Gísla sögu eru báðar gerðir prentaðar eftir útgáfum Agnethe Loth frá 1956 og 1960, en skoðanir manna á gildi þessara gerða hafa breyst mjög síðan sagan kom út í 6. bindi Islenzkra fornrita árið 1943. Við útgáfu Fóstbræðra sögu er stuðst við stafrétta útgáfu Björns Karels frá 1925-27 og farið eftir ráðum Jónasar Kristjánssonar um textaval, en hann hefur skrifað doktorsritgerð um sög- una. I Eiríks sögu rauða er farið eftir handritinu 557 sem nú er talið uppruna- legast, en ekki Hauksbók eins og oftast var gert áður. Þessi upptalning dæma, þar sem nýjungar hafa orðið í texta-. rannsóknum, nýjar útgáfur komið út o.s.frv., síðan viðkomandi bindi Is- Umsagnir um bœkur lenzkra fornrita birtust fyrst, sýnir það glögglega í leiðinni hve nauðsynlegt það er að endurskoða „menntamannaútgáf- ur“ fornrita með nokkuð jöfnu millibili. Um Njáls sögu gegnir hins vegar nokkuð sérstöku máli og er rétt að staldra eilítið við til að gaumgæfa það, því til áréttingar og skýringar sem hér hefur verið sagt um útgáfur fornrita. Eins og áður var bent á eru ekki til neinar vísindalegar útgáfur af Njáls sögu - þ.e.a.s. stafréttar útgáfur helstu skinnhandrita - og væri réttast að dæma fræðimenn í dagsektir þangað til þeir sýndu einhvern lit á að bæta úr þessum meinlega skorti, en menn styðjast nú gjarnan við þá útgáfu sem Einar Ól. Sveinsson gerði fyrir 12. bindi íslenzkra fornrita og út kom árið 1954. Henni er svo háttað, að Möðruvallabók, sem þykir mjög gott handrit, er lögð til grundvallar, en útgefandi hverfur þó gjarnan frá henni og fylgir öðrum skinnbókum, jafnvel án þess að geta þess sérstaklega, ef hann telur að í þeim sé að finna „upprunalegri" leshætti, samkvæmt þeim niðurstöðum sem hann hefur komist að um skyldleika og gildi hinna ýmsu handrita: „Frá Möðruvalla- bók er vikið orðalaust hér í útgáfunni, ef full vissa þótti fyrir að frumtexti væri í öðrum handritum, samkvæmt vanaleg- um reglum . . .“ Þar sem útgefendur Svarts á hvítu virðast oft á tíðum taka filólógískum aðferðum í handritarannsóknum og textafræðum með nokkrum fyrirvara, eins og fleiri dæmi sjást um í útgáfu þeirra, hafa þeir hafnað þessum „leið- rétta“ texta Einars Ólafs og kosið að styðja sig heldur við Njáluútgáfu Kon- ráðs Gíslasonar 1875-89. En það er í raun og sannleika að fara úr öskunni í 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.