Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 132
Tímarit Máls og menningar studd tilgáta: hún byggir á forsendu sem getur verið rétt en þarf ekki að vera það, - sem sé þeirri að til hafi verið eitt „frumhandrit" og þau handrit sem til eru séu komin af því og greinist í flokka eftir beinni ættartölu. Vandi útgefanda sé því sá einn að finna texta sem standi sem næst þessu „frumhandriti". En nú vita menn, að á þeim tímum sem heim- ildir ná yfir á annað borð, ber það oft við, að rithöfundar sleppa ekki hendi af verkum sínum, þótt þeir séu búnir að láta þau frá sér: þeir endurbæta textann og breyta honum og birta kannske fleiri en eina endurskoðaða útgáfu. Einar Ol- afur lætur sér til hugar koma, að sérstök lesafbrigði eins handritaflokksins eigi rætur sínar að rekja til leiðréttinga höf- undar sjálfs. En ef við göngum nú skrefi lengra og ímyndum okkur, að höfundur hafi gert úr garði nýja og endurskoðaða útgáfu af Njálu nokkru eftir að verkið var farið að ganga manna á meðal og handrit farin að tímgast og greinast í kvíslir, og menn hafi kannske lagt það á sig að skrifa upp meira eða minna af þessum breytingum í þau handrit sem þeir áttu fyrir, þá myndi það vitanlega setja mikið strik í reikninginn hvað snertir ættartölu handritanna. Þá væri sem sé ekki til eitt „frumhandrit" held- ur tvö, og á mismunandi stöðum í ætt- artölunni, sem myndi kannske breytast við það, og þannig gætu lesafbrigði, sem verða ekki rakin til elsta handritsins, samt verið frá höfundi komin. „Gæðin“ ein gætu ekki skorið úr um það, því að þess eru næg dæmi að höfundar hafi spillt sínum eigin verkum með breyt- ingum. Þessi hugmynd kann að þykja langsótt, enda er hún fyrst og fremst sett fram til að sýna, að forsendan fyrir ættarskrá Einars Ólafs þurfi ekki að vera hin eina rétta. En hún er samt ekki með öllu gripin út úr lausu lofti: ættar- skráin er ákaflega flókin, svo virðist sem afritarar hafi furðu oft skipt um forrit, ýmis handrit eru með „blönduðum texta“. Einar Ólafur bendir jafnvel á að dreifing sumra lesafbrigða sé ekki í sam- ræmi við flokkaskiptingu handrita að öðru leyti, og er því freistandi að reyna að leita annarra skýringa á þessari flækju en þeirra venjulegu breytinga sem afritarar gera smám saman, t.d. með því að gera ráð fyrir endurskoðun sem sérstakt mark hafi verið tekið á. Það væri mjög fróðlegt að athuga lesaf- brigði með það fyrir augum að finna hvar og hvenær þau hafi komist inn í ættartölu handrita, hvaða ástæða sé fyr- ir þeim og hvort þau bendi til einhverr- ar sérstakrar „endurskoðunar" (einnar eða fleiri). En hvernig sem því er farið er naumast hægt að draga aðrar ályktan- ir af þessum bollaleggingum en þá, að einu Njálutextarnir sem við vitum fyrir víst að hafi verið til á dögum höfundar sjálfs eða þeirra manna, sem gátu mun- að hvernig hann var eygður, eru þeir textar sem elstu skinnhandritin hafa að geyma. Það er því leyfilegt að taka út- gáfu Einars Ól. Sveinssonar með nokkrum fyrirvara og óska eftir öðrum texta, en með því að kjósa heldur útgáfu Konráðs Gíslasonar er hins vegar verið að stíga allstórt skref aftur á bak. Slíkt val er heldur ekki í samræmi við anda útgáfu Svarts á hvítu, því Njáls saga sker sig út: að öðru leyti virðist textaval útgáfunnar vera vandað og í samræmi við kröfur tímans, og er það óneitanlega mikill kostur, hvort sem lit- ið er á hana sem „menntamannaútgáfu“ eða „alþýðlega útgáfu". En þá er að líta á tilhögun útgáfunnar í heild. Aðstand- 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.