Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 135
skrifað „ek“, „ok“ og „at“ fyrir „ég“, „og“ og „að“, og ,,-r“ í endingum í staðinn fyrir „-ur“, og sá sem búinn er að lesa eina sögu til enda, hversu stutt sem hún kann að vera, er löngu hasttur að taka eftir þessum smáatriðum. Hitt er svo allt annað mál, að þeir sem ekki hafa dugnað í sér til að lesa fornbókmenntirnar og skammast sín fyrir það, hafa komist að því að þeir geta alltaf borið því við hvað stafsetn- ingin sé skelfilega flókin og torskilin - og verið teknir alvarlega. Nú eru forn- sögurnar að mörgu leyti erfiðar bók- menntir fyrir nútímamenn, því að þær gerast í heimi sem þeim er framandi, en þetta er ekki meiri vandi en gerist og gengur um flestar miklar bókmenntir - verk sumra íslenskra nútímahöfunda eru t.d. mun þyngri en forsögurnar - og hver lesandi verður að takast á við. En það er letingjanum í lófa lagið að kom- ast hjá því að viðurkenna að þessu nenni hann ekki, hann getur einfaldlega bent á einhverja síðu í fornriti og sagt: „Hérna stendur „maðr“, - hvernig í ósköpunum á nokkur maður að vita hvað það þýðir, og hvernig á maður eiginlega að skilja svona flókna og und- arlega stafsetningu?" - og í staðinn fyrir að fá framan í sig háðslega hlátursgusu, þarf hann ekki að bera fram fleiri rök: þetta eru lokaorðin sem enginn mót- mælir. Ef hér er eitthvert vandamál á ferðinni, er það því ekki fólgið í staf- setningunni heldur hinu hvernig á því standi, að á þessari öld vélvæddra bók- menntafræða séu menn svo bjargarlaus- ir gagnvart jafn einfeldningslegri átyllu. Mér er næst að halda að ástæðan sé sú, að hún tengist einhverjum undarleg- um hnút í íslensku menningarlífi. I marga áratugi hefur það nefnilega verið mikil lenska á Skerinu, að menn séu Umsagnir um bœkur langt fram á efri ár að gera upp sakirnar við einhverja móðurmálskennara, sem þeir höfðu í menntaskóla eða ennþá neðri skólastigum og eiga naumast svo greipilegan heiður skilið, enda löngu komnir til feðra sinna. Er þeim og þeirra nótum kennt um flest sem miður fer og öll tiltæk rök notuð gegn þeim: eru þeir ekki síst sakaðir um að gera fornritin (og jafnvel yngri rit líka) að dauðum bókmenntum með rykfallinni fræðimennsku, „málfræðistagli" og staf- setningarsérvisku og draga þannig gjörvalla þjóðina niður í andanum. Reyndar hafa sveiflur sögunnar tekið sum atriðin í þessu linnulausa uppgjöri út af dagskrá - það er t.d. búið að af- nema zetuna en samt er ennþá verð- bólga á Skerinu, vinnuþrælkun er jafn mikil og áður, bóklestur hefur ekki aukist og útgáfa gengur brösótt, - en um stafsetningu fornrita er stöðugt hægt að deila, a.m.k. meðan margar ólíkar útgáfur eru í gangi. Par sem fáir vilja láta það um sig spyrjast að þeir haldi með málfræðingum á móti jöfrum andans og taki þátt í Samsærinu um að banna alþýðunni aðgang að fjársjóðum fornritanna, hefur þetta uppgjör villt svo um fyrir mönnum, að þeir eru farn- ir að trúa því að baráttan fyrir framtíð íslenskrar menningar snúist nánast um „samræmda stafsetningu forna“. En í raun og veru er ekki um neitt að deila, varla einu sinni þann litla mun sem er á „maðr“ og „maður“. I formál- um sínum og skýringum víkja útgef- endur Svarts á hvítu oftar en einu sinni að mismuninum á fornmáli og nútíma- íslensku, og samkvæmt kenningum þeirra: „er forníslenska, mál Islendinga sagna, svo frábrugðið þeirri íslensku sem nú er töluð að við mundum 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.