Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 137
beygingakerfi málsins. Það hefur að
mestu leyti haldist óbreytt síðan ritöld
hófst á Islandi, - og er þetta eitt atriðið
sem gerir það að verkum að hægt er að
segja að málið á 13. öld og á 20. öld sé
„hliðstætt“, - en þó hafa orðið nokkrar
breytingar, einkum á vissum og af-
mörkuðum sviðum, - t.d. gæti mið-
mynd sagna og viðtengingarháttur
þvælst fyrir fréttamanni sem væri að
hafa viðtal við Gissur eftir Flugumýrar-
brennu. Nú eru þeir sem gefa út fornar
bókmenntir með „nútímastafsetningu“
sammála um að hrófla yfirleitt ekki við
gömlum beygingarmyndum og orð-
myndum, og er þetta hárrétt afstaða,
því með því að gera slíkt væri í rauninni
verið að fara inn á þá fáránlegu braut að
„þýða“ fornritin. En segja má að þessar
breytingar á einstökum atriðum beyg-
ingakerfisins séu í sjálfu sér róttækasti
munurinn á ritmáli 13. aldar og 20. ald-
ar, og haldi menn í fornar beygingar-
endingar í útgáfum, er það nokkuð
mótsagnakennt að vera síðan að amast
við smáatriðum í stafsetningu og gera
þau að einhverju meginmáli. En þetta er
reyndar ekki allt og sumt. Því má nefni-
lega halda fram með góðum rökum, að
ýmis þau atriði fornmálsins sem menn
eigna venjulega „samræmdri stafsetn-
ingu fornri“ tilheyri í raun og veru
beygingakerfinu. Þannig er t.d. „-r“ í
enda orða meira en einfalt stafsetningar-
atriði: það er beygingarending sem hef-
ur breyst síðan á 13. öld, og nokkuð
svipað má jafnvel segja um þann grein-
armun sem gerður er á „9“ og „0“. Ef
menn halda í orðmyndir eins og „eg
kallaða“, er engin ástæða til að færa
„maðr“ til nútímahorfs.
Allt þetta vita útgefendur Svarts á
hvítu mjög vel og einnig það, að „sam-
ræmd stafsetning forn“ er eða ætti að
Umsagnir um bœkur
vera auðlæsileg flestum íslendingum.
Þeir halda líka til haga fornum beyg-
inga- og orðmyndum (nema í miðmynd
og og viðtengingarhætti) og hika ekki
við að hafa tvímyndir í textanum (t.d.
gjafar - gjafir í fleirt.), ef handritin sýna
að málið var á reiki. Þá fer að veikjast
grundvöllurinn fyrir þeirri kenningu að
„nútímastafsetning" skilji milli feigs og
ófeigs, og þegar annað þrýtur verja út-
gefendur notkun hennar með því að ís-
lenskir lesendur séu „vanafastir“: „þess
vegna vilja þeir hafa ritháttinn á bók-
menntum sínum sem næst því sem þeir
lærðu í Gagni og gamni eða öðru og
yngra stafrófskveri". Svo vitna þeir í
títtnefnd orð Jóns Helgasonar um að Is-
lendingar hafi frá upphafi haft þann rit-
hátt á fornsögum sem þeim var tamast-
ur á hverjum tíma, og ekki þekkt neina
„samræmda stafsetningu" fyrr en hún
var búin til á 19. öld. En þetta er í sann-
leika heldur skondin röksemdafærsla.
Ritarar skinnbóka létu sér ekki nægja að
yngja upp stafsetninguna ef því var að
skipta, heldur áttu þeir það líka til að
yngja upp málfar og stíl, og ýmis konar
gagnrýni, sem við 20. aldar menn birt-
um í sérstökum tímaritum, settu þeir nú
bara beint inn í textann. Utgefendur
vorra tíma aðhyllast önnur viðhorf, þeir
leitast ekki við að breyta textum í sam-
ræmi við stundlegan smekk og fella
jafnvel burtu ýmis glæsileg dæmi um
allt að því marxísk bókmenntafræði á
fyrri öldum eins og „skækjusonurinn“
eða „og fari bannsettur“, sem hér og þar
hefur verið hnýtt aftan við mannanöfn
eða setningarhluta. Þess í stað fara þeir í
elstu handrit ti! að finna þar sem upp-
haflegastan texta, þó svo að hann kunni
að koma vanaföstum lesendum Gagns
og gamans undarlega fyrir sjónir. Ef
þetta gildir um málfar, stíl og orðmynd-
127