Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 12
Einar Kárason „Marga góða sögu ...“ Ávarp á samkomu til heiðurs Thor Vilhjálmssyni Heiðraði mannfagnaður. Ég reikna með að umfjöllun um bókmenntaverk Thors Vilhjálmsson- ar muni halda áfram að verða gáfuðum mönnum ærið verkefni næstu aldimar, en mig langar nú er við gleðjumst hér yfir enn einni verðskuld- aðri viðurkenningunni sem honum hefur hlotnast, til að fara fáeinum orðum um þann mikla sögumann er þeir einir þekkja sem af gæfu sinni hafa kynnst Thor Vilhjálmssyni persónulega; meistara hinnar munnlegu frásagnarhefðar. Því hefur verið haldið fram að rithöfundar séu alltaf að skrifa um sjálfa sig, hversu fjarskylt efni sem þeir eru að kljást við í orði kveðnu; í það minnsta megi úr öllum þeirra verkum lesa eitthvað um þeirra eigin skapgerð og lyndisfall, og þetta virðist mér eiga mjög við um sögur þær langar og stuttar sem maður verður aðnjótandi í löngum símtölum við þann sem hér er hylltur, eða við sameiginlegar kaffidrykkj- ur sem oft vilja dragast á langinn þótt ekki verði þess vart fyrren upp er staðið og maður lítur furðu lostinn á klukkuna. Mjög augljóst dæmi um það hvemig persónuleiki Thors birtist í munnmælum hans er úr langri frásögn sem ég hef í fáein skipti verið svo lánsamur að hafa heyrt hann fara með, en hún snýst um það þegar hann fyrir tveimur þremur árum var boðaður til að fara með samstúdentum sínum frá lýðveldisárinu út í Viðey, að fagna einhveijum tímamótum. Var honum af því tilefni stefnt niðrá Sundahöfn þar sem ferjumaður biði hópsins. Thor kemur brunandi niður á hafnarsvæðið, á síðustu stundu, geri ég ráð fyrir, snarast svo út úr bílnum og skimar hvössum augum í kringum sig, en sér hvergi samstúdentana. En þetta er líka stór og mikil höfn með miklum umsvif- um, og Thor skokkar nokkra stund um svæðið í von um að koma auga á hópinn, en án árangurs. Þarna er að vísu ýmiskonar fólk, verkamenn, 2 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.