Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 24
ámáttkar mjög úr Jötunheimum. Sameiginlegt er öllum trúarbrögðum, sem indóevrópskar þjóðir aðhylltust að fomu, að sú regla, sköpunin, sem guðirnir koma á, er í hættu. Ýmis öfl reyna að tortíma ver- öldinni, færa ástandið í fyrra horf, til ringul- reiðar. Jötnar em andstæðingar ása og em þó sömu ættar, en það á sér hliðstæðu í m.a. grískum og öðrum indóevrópskum trúar- brögðum. Mjög margar goðsagnir, bæði hjá Snorra og í eddukvæðum, greina frá átök- um jötna og ása, einkum Þórs. Hlutverk hans er að verja ríkjandi skipan, halda jötn- um í skefjum. Vísan hér að ofan bendir til goðsagnar um þrjár þursameyjar, en hún er týnd. Hvorki Snorri né aðrir fomir höfundar hafa skráð goðsagnir, sem geta skýrt þessa vísu. Á hinn bóginn var kvæðið flutt fyrir menn, sem hljóta að hafa vitað til hvers er vísað, verið ljóst mikilvægi atburða og ekki þurft nánari útskýringar. Vísan hefur m.a. verið skilin á þann veg, að guðir hafi lifað áhyggjulausu lífi og verið glaðir; tafl er hér tákn um leik, allt er komið á sinn stað í veröld, guðirnir hafa smíðað sér gripi úr gulli, sem er hinn dýrasti málmur. Leikur þeirra lýsir sakleysi og áhyggjulausu lífi. En síðan koma þrjár þursameyjar úr jötun- heimum, mjög aðgangsharðar, öflugar. Samkvæmt orðanna hljóðan má skilja vís- una svo, að þursameyjarnar hafí brotizt inn í sæluveröld ása. Og eftir komu þeirra verð- ur heimurinn aldrei samur. Sjöunda vísa hljóðar svo: Hittust æsir á Iðavelli, þeir er hörg og hof háúmbmðu; afla lögðu, auð smíðuðu, tangir skópu og tól gerðu. Var þeim vettergis / vant úr gulli er rökrétt framhald þessa erindis. En þeir tefldu í túni og voru teitir unz þrjár þursameyjar komu til sögunnar. En hverjar voru þær? í 9. erindi er fortíðarstefið endurtekið, en seinni hluti vísunnar er tvíræður: Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð, og um það gættust, hver skyldi dverga dróttir skepja úr Brimis blóði og úr Bláins leggjum. Gro Steinsland túlkar vísuorðin á þá lund, að goðin ræði um hver eigi að skapa dverga dróttir, dvergana, og niðurstaða þeirra verði sú, að það skuli Mótsognir og Durinn gera, sbr. 10. vísu. Tryggvi Gíslason bendir á, að taka megi línumar saman á þessa lund: hver dverga skyldi skepja dróttir, hvaða dvergur skyldi skapa menn, og það er Durinn sbr. 10. erindi. Þessi tilgáta Tryggva er sennileg, því að dróttir er einungis notað um menn í fornu máli.10 Hjá Snorra kemur fram, að dvergar höfðu kviknað í holdi Ýmis, án tilverknaðar guða að séð verði. Skv. þessum skilningi skapa dvergar menn í 10. erindi: þeir mannlíkun mörg um gerðu dvergar úr jörðu, sem Durinn sagði. í næstu erindum eru talin nöfn dverga, og sú þula er oft talin innskot skrifara, gjarnan 14 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.