Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 32
Launhelgamar í Elevsis í Grikklandi tengdust dýrkun gyðjunnar Demeter. Dóttír hennar var Kore, sem Hades rændi með samþykki bróður síns, Seifs á Olympstíndi. Demeter leitaði dóttur sinnar lengi og grét hana sáran, en um síðir komst hún að hinu sanna. Þá lét hún óáran ganga yfir jörð, akrar þomuðu, fræin spímðu ekki, og af- komu manna var stefnt í voða. Aldrei kvaðst hún bæta úr nauð fyrr en Kore kæmi frá heimum Hadesar í neðra. Samkomulag tókst með þeim Demeter, Hades og Seifi: Demeter gaf mönnum ár og frið gegn því að Kore kæmi til hennar að vori, en hyrfi með hausti til Hadesar. Dýrkun Demeter og Kore í Grikklandi var til að tryggja, að Kore fengi fararleyfi úr þeim svalvogum, sem dauðsríki Hadesar er, tíl þess að Demeter gæfi bændum ár- sæld. Freistandi er að ætla, að goðsögnin um dauða Baldurs og endurkomu hans að loknum ragnarökum byggist á fomum minnum um hliðstæðan átrúnað og Grikkir höfðu á Demeter, gyðju akurs og ársældar. í rauninni er hliðstæða í Voluspá, því að Baldur snýr aftur. „Heimferð" hans er hins vegar hluti af endursköpun veraldar þegar Surtarlogi var slokknaður. Eftir ragnarök rís jörð öðru sinni úr sæ, iðjagræn. Æsir hittast enn á Iðavelli og ræða forna dóma: Munu ósánir akrar vaxa, böls mun alls batna, Baldur mun koma. Búa þeir Höður og Baldur Hrofts sigtóftir, vel valtívar. Vituð ér enn — eða hvað? Akrar vaxa ósánir, heimurinn er án böls, og Baldur er nefndur í sama vetfangi. Baldur og Höður búa saman í nýrri Valhöll. Þeir sem báðir vom vegnir saklausir. Hinn vegni og vegandinn undir einu þaki tíl að tákna alsælu hins nýja heims, þar sem falla fossar og öm flýgur yfir, en æsir finna aftur und- ursamlegar gullnar töflur, sem áttar höfðu í árdaga. Sama ástand ríkir og fyrir daga þriggja þursameyja, örlaganoma. Hinu illa hefur verið eytt. Vituð ér enn — eða hvað? Uggvænlegt stef frá samtíðarlýsingu völvunnar er end- urtekið eins og ógnvænlegur fyrirboði þess, að ekki sé allt með felldu. Það fellur illa að erindinu, en meira um það síðar. Sá Baldur sem bezt sést í heimildum er þar til að deyja. Aðrir þættír í fasi hans eru horfnir á víkingaöld, en Freyr hefur erft þá. Veröld steypist Loki tók afleiðingum gerða sinna og liggur bundinn í helli (Gnipahelli?), fjötraður þörmum sonar síns. Sigyn kona hans situr hjá honum með skál, sem hún heldur yfir andliti hans til að taka við eitri úr nöðm. Fenrisúlfur er bundinn, faðir hans í fjötrum. Hin illu öfl em að hluta til úr leik, en jötnar og Miðgarðsormur leika lausum hala. En fjötramir em falskir, gerðir með töfmm. Þeir halda ekki á úrslitastund, af því að töfrar duga ekki gegn mætti örlaganna. Nú snýr völvan sér að ýmsum veraldar- kimum og dvalarheimum dauðra, lýsir m.a. þeirri skelfilegu á, sem skilur milli lífs og dauða. Yfir hana kemst enginn nema um Gjallarbrú, að ætla verður, en hennar gætir væntanlega hundurinn Garmur og situr í Gnipahelli; hann vamar mönnum að snúa til baka. 22 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.