Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 32
Launhelgamar í Elevsis í Grikklandi
tengdust dýrkun gyðjunnar Demeter. Dóttír
hennar var Kore, sem Hades rændi með
samþykki bróður síns, Seifs á Olympstíndi.
Demeter leitaði dóttur sinnar lengi og grét
hana sáran, en um síðir komst hún að hinu
sanna. Þá lét hún óáran ganga yfir jörð,
akrar þomuðu, fræin spímðu ekki, og af-
komu manna var stefnt í voða. Aldrei
kvaðst hún bæta úr nauð fyrr en Kore kæmi
frá heimum Hadesar í neðra. Samkomulag
tókst með þeim Demeter, Hades og Seifi:
Demeter gaf mönnum ár og frið gegn því
að Kore kæmi til hennar að vori, en hyrfi
með hausti til Hadesar.
Dýrkun Demeter og Kore í Grikklandi
var til að tryggja, að Kore fengi fararleyfi
úr þeim svalvogum, sem dauðsríki Hadesar
er, tíl þess að Demeter gæfi bændum ár-
sæld. Freistandi er að ætla, að goðsögnin
um dauða Baldurs og endurkomu hans að
loknum ragnarökum byggist á fomum
minnum um hliðstæðan átrúnað og Grikkir
höfðu á Demeter, gyðju akurs og ársældar.
í rauninni er hliðstæða í Voluspá, því að
Baldur snýr aftur. „Heimferð" hans er hins
vegar hluti af endursköpun veraldar þegar
Surtarlogi var slokknaður. Eftir ragnarök
rís jörð öðru sinni úr sæ, iðjagræn. Æsir
hittast enn á Iðavelli og ræða forna dóma:
Munu ósánir
akrar vaxa,
böls mun alls batna,
Baldur mun koma.
Búa þeir Höður og Baldur
Hrofts sigtóftir,
vel valtívar.
Vituð ér enn — eða hvað?
Akrar vaxa ósánir, heimurinn er án böls, og
Baldur er nefndur í sama vetfangi. Baldur
og Höður búa saman í nýrri Valhöll. Þeir
sem báðir vom vegnir saklausir. Hinn vegni
og vegandinn undir einu þaki tíl að tákna
alsælu hins nýja heims, þar sem falla fossar
og öm flýgur yfir, en æsir finna aftur und-
ursamlegar gullnar töflur, sem áttar höfðu í
árdaga. Sama ástand ríkir og fyrir daga
þriggja þursameyja, örlaganoma. Hinu illa
hefur verið eytt.
Vituð ér enn — eða hvað? Uggvænlegt
stef frá samtíðarlýsingu völvunnar er end-
urtekið eins og ógnvænlegur fyrirboði þess,
að ekki sé allt með felldu. Það fellur illa að
erindinu, en meira um það síðar.
Sá Baldur sem bezt sést í heimildum er
þar til að deyja. Aðrir þættír í fasi hans eru
horfnir á víkingaöld, en Freyr hefur erft þá.
Veröld steypist
Loki tók afleiðingum gerða sinna og liggur
bundinn í helli (Gnipahelli?), fjötraður
þörmum sonar síns. Sigyn kona hans situr
hjá honum með skál, sem hún heldur yfir
andliti hans til að taka við eitri úr nöðm.
Fenrisúlfur er bundinn, faðir hans í fjötrum.
Hin illu öfl em að hluta til úr leik, en jötnar
og Miðgarðsormur leika lausum hala. En
fjötramir em falskir, gerðir með töfmm.
Þeir halda ekki á úrslitastund, af því að
töfrar duga ekki gegn mætti örlaganna.
Nú snýr völvan sér að ýmsum veraldar-
kimum og dvalarheimum dauðra, lýsir m.a.
þeirri skelfilegu á, sem skilur milli lífs og
dauða. Yfir hana kemst enginn nema um
Gjallarbrú, að ætla verður, en hennar gætir
væntanlega hundurinn Garmur og situr í
Gnipahelli; hann vamar mönnum að snúa
til baka.
22
TMM 1993:1