Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 43
framan við ættartölurnar og bætt við fleiri
og fleiri tilbúnum ættliðum.
í íslendingabók, sem mun sett saman á
öðrum fjórðungi 12. aldar, rakti Ari fróði
Þorgilsson langfeðgatal sitt frá Yngva
Tyrkjakonungi. Frá svipuðum tíma mun
ættrakning Oddaveija frá Danakonungum.
Annars höfðu Oddaverjar vitanlega sér-
stakan áhuga á ættvísi af því þeir tengdust
Noregskonungum á 12. öld. Noregskon-
ungatal, sem ort var til heiðurs Jóni Lofts-
syni sem var dóttursonur Magnúsar kon-
ungs berfætts, sýnir það glögglega (Einar
Ól. Sveinsson 11-16). Dæmi Oddaveija
bendir einnig til að menn héldu skyldleika
í kvenlegg á loft ef móðirin þótti göfugri en
faðir. Smrla Þórðarson kaus hins vegar að
gleyma ætt(leysi) móður sinnar. Um alda-
mótin 1300 hafði áhuginn á ættvísi og göf-
ugum uppruna leitt menn svo langt að þeir
kunnu að rekja langfeðgatal sitt frá Adam,
þeirra á meðal voru Smrlungar (Faulkes
105). En það var einmitt í upphafi 14. aldar
að Þórður Narfason tók saman (eða lét taka
saman) Sturlungu.
Mannfræði Sturlunguhöfundar
Fræðimenn hafa einkum fundið Þórði
Narfasyni til ágætis tímatalskunnáttu hans
(Bjöm M. Ólsen 508-509; Pétur Sigurðs-
son 5-11). Augljóst er engu síður að hann
hefur verið fjölfróður maður og vafalaust
betri en enginn við að halda í heiðri minn-
ingu Sturlu lærimeistara síns en í svoköll-
uðum Sturlunguformála segist hann treysta
Smrlu „bæði vel til vits ok einurðar at segja
frá, því at hann vissa ek alvitrastan ok hóf-
samastan [115].“ Ef til vill hefur Smrla alið
Þórð upp til þess að halda áfram verki sínu
þar sem hann hvarf frá. Þórður dvaldist
a.m.k. hjá honum eftír því sem Sturlu þáttur
segir (235-236). Sjálfstæður fræðimaður
hefur Þórður þó ekki verið heldur fróðleiks-
safnari eins og var háttur margra samtíðar-
manna hans. Hann hefur m.a. haft mikinn
áhuga á ættfræði, ekki síst sinni ætt, og
líkist lærimeistara sínum hvað það snertir.
Viðbæmmar við ættír Svínfellinga, Seldæla
og Grundarmanna í ættartölubálki Sturl-
ungu, sem eignaðar em honum, lúta að ætt
hans og hafa raunar með öðm komið upp
um hver hann var. Gagnstætt því sem ann-
ars er gert í bálknum em ættir raktar aftur í
tímann í viðbótum þessum og raunar á ein-
um stað allt til Játmundar Englakonungs en
Ari fróði miðaði upphaf íslandsbyggðar við
fall hans árið 870. Ekki er heldur loku fyrir
það skotíð að Þórður hafi bætt niðjatali
Þorsteins rangláts inn í bálkinn, en móðir
hans var afkomandi Þorsteins, þótt hann sé
vísast ekki höfundur ættartölunnar. Gmnd-
armenn koma lítið við Islendinga sögu en
sagt er nokkuð frá þeim í Guðmundar sögu
dýra. í upphafi þeirrar sögu er einnig íauki
um ættir Narfasona og sama virðist uppi á
teningnum í öðmm kafla Sturlu sögu, þar
sem ættír Snorra Húnbogasonar lögsögu-
manns á Skarði em raktar allt aftur til Sig-
urðar orms-í-auga, sonar Ragnars loð-
brókar. Þá mun höfundur Sturlungu hafa
sett Geirmundar þátt heljarskinns saman
og skipað honum fyrst í samsteypuritinu
m.a. vegna þess að söguhetjan nam Skarðs-
land. En í lok þáttarins em raktar ættir frá
ýmsum landnámsmönnum til Skarð-
Snorra, föðurföður Þórðar Narfasonar, þó
ekki frá Geirmundi. Þar er gerð grein fyrir
því að höfundurinn tengist Sturlu Þórðar-
syni með því þau kona Sturlu voru af öðmm
og þriðja lið að frændsemi. Jafnframt er þar
TMM 1993:1
33