Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 63
leika lausum hala, hafa sloppið úr sérhveij-
um texta eða eru ótækar þar og fara sínu
fram með skrumskælingum á sjálfum sér
höfundinum til sárrar þrautar. Hinn áður
frjósami hugur er þess vegna kominn á stig
vafasamrar andvöku í stað þess að geta
notið kyrrðar við lok ævistarfsins og fá að
lifa ánægður og viss í ljúfum vökudraumi
,,ævikvöldsins“ við raup og heillaóskir.
Hugarflugið er orðið að óráði og kvöl. Höf-
undurinn grípur þá oft til þess örþrifaráðs
að segjast hafa hætt skáldskap. Hann gerir
það í þeirri von að hann verði annaðhvort
klappaður upp af lesendum sínum eða
andagiftin geri það óumbeðin, svo hann
geti sent frá sér nokkrar bækur í viðbót, eða
hann hafnar textanum, segir skilið við
skáldskapinn fyrir fullt og allt og hverfur
minnislaus inn í örugga þögnina, til þess að
endurheimta svefn og hugarró sumra fávita.
Hann á það lika til að verða fífldjarfur á ný
gagnvart textanum og þá ákveður hann að
láta allt flakka, því vegna fyrri meistara-
verka verði honum allt fyrirgefið.
Við skulum nú ganga að efninu í réttri röð
án þess að fara út í smáatriði þess, taka fyrst
til íhugunar þann texta sem byrjandinn fæst
við, ungur maður sem er rekinn af ffum-
krafti út á haf hugmynda og orða fremur en
hann hafi ákveðið eða skipulagt sjóferð sína
að ákveðnu marki í sérstökum tilgangi að
frægðarströnd eða í örugga höfn.
Með því að í starfi skáldsagnahöfundar er
ekkert algilt, og sérhver maður þekkir sjálf-
an sig best, er hagkvæmast að líta stöku
sinnum í eigin barm í þessu efni, enda er ég
orðinn það gamall að ég hef orðið að ganga
í gegnum flestar áður nefndar þrautir með
ótta minn við textann, án þess að hafa lent
í Paradís meðal sífellt sammála engla. Það
er kannski vegna þess að um mig væri hægt
að segja á svipaðan hátt og Dante sagði:
All’alta fantasía qui manco possa;
ma gia volgeva il mio disio de ’I velle,
sí come rota ch’ igualmente e mossa,
l’amor che move il sole e 1’ altre stelle.
(Lok Paradísar í La divina commedia
eftir Dante; útgáfa Rizzoli 1949 og hljómar
þannig í lauslegri þýðingu: Háleita hugarflugið
brást/en löngun mín og óskin snérust/líkt og
hjólið sem snýst allt jafnt/vegna ástarinnar sem
hreyfir sólina og aðrar stjömur.)
Hið óttalega óttaleysi
Enginn ungur höfundur sem ræðst í það að
skrifa skáldsögu í fyrsta sinn er hræddur við
auða síðu. Miklu heldur er hann alltof
djarfur og útbíar hana með orðum. Þessi
ljúfi, æskuglaði orðaflaumur reynist venju-
lega vera ótækur þegar á reynir í listrænum
texta. Um leið hefst fyrsti ótti höfundarins
við of mörg orð og mikla dirfsku, frelsið
andspænis auðum síðum; tóm þeirra heftir
hann. Þannig hefst ferill hans, ekki við að
skrifa heldur hitt — að strika út með kvöl
það sem honum lá mest og ljúfast á hjarta,
var næst því og yndislegt sem tilfinning og
tjáning en ótækt sem skáldskapur.
Kvöl hans er samt þyngri á öðru sviði, sú
mikla kvöl að langa að vita og spyrja sig:
Hvaðan kemur textinn og innihald hans?
Höfundurinn strikar ekki aðeins út, end-
urbætir og dregur úr ofgnótt orðanna, lagar
annmarka á stíl og leiðréttir eftir bestu getu
mál- og pennaglöp sem hafa borist inn í
textann, því villumar vilja verða jafnmiklar
og ímyndunaraflið er ratvíst og fer vand-
lega eftir sínum eigin brautum, heldur
TMM 1993:1
53