Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 68
umtuma vananum, og þau em hvorki á mála hjá ríkjandi eða vaxandi hugmynda- fræði með von um sigur á næstu grösum, og ef þau eru hvorki í náðinni hjá stefnu í listum né stjórnmálasamtökum eða stofn- unum sem sækjast eftir því að hafa höfund sér til skrauts og á sínum snæmm, vegna dulhyggju og hjátrúar á ,,skáldið“, og hefja hann fyrir bragðið til skýjanna og verðlauna með viðeigandi veisluhöldum, þá forðast flestir að minnast á þau við hann. Hann vekur öðru fremur óvissu með nálægð sinni. Menn óttast hann eins og tvífættan óútreiknanlegan texta. Aftur á móti fær hann stöku sinnum á baukinn annaðhvort hjá gagnrýnendum eða fulltrúum nefndra hópa með lærdómsleg- um fúkyrðum af því að hann hefur aldrei leitað á jötuna til þeirra. Eftir hverja árás úr launsátri lærdómsins láta þeir samt gömlu fjárhúsdymar sínar standa opnar eða í hálfa gátt ef hið hentuga eða angi af hentisemi í fari höfundarins skyldi telja honum hug- hvarf við aukna tölu afmæla og reynslu af lífinu og venjubundnum gangi þess og hann sjái loksins að öllum er hollt að ganga í fjárhús líkt og hjónaband með góðri konu. Næstum engin samfélög þola höfund sem er í hverju verki aðeins á eigin vegum í list sinni eða á vegum „samvisku" og sannfær- ingar sem býr í hinu eðlislæga og siðfræði þess. Ég hef því oft hugsað um það hvað aum- ingja foreldrar mínir og kannski bræður hafi orðið að þola eða þurft að heyra vegna bóka minna, en góðu heilli hefur það orðið að þegjandi samkomulagi okkar á milli að minnast varla á þær, láta þær liggja í þagn- argildi eins og sagt er á íslensku. Hvað mig varðar þá er það að segj a að ef einhver hefur fundið hvöt hjá sér til að láta mig heyra „hvað fólk hugsar um mig og verk mín“ hef ég reynt á kurteislegan hátt að hindra hann í að segja sannleikann, svo hann verði sér ekki til skammar síðar, því ég hef verið viss um að hann muni fara með þvætting sem er í engu tengdur listrænu gildi verka minna; hann er kannski ekki einu sinni í nálægð við þau, heldur hugmyndimar sem fólk gefur sér af þeim fyrirfram að óathuguðu máli og þarf þess vegna ekki að lesa þau: það veit af „sínu hyggjuviti“ hvað stendur í þeim. Við íslendingar erum gæddir þeim ósköp- um hins einkennilega vits að við gerum okkur fyrirfram hugmyndir af öllum hlut- um óséðum, en höfum hvorki hugmyndir né skoðun á þeim séðum, heldur skína af okkur vonbrigðin yfir að allt sé ekki eftir okkar höfði. Þannig er útkjálkamennskan. í íslensku samfélagi er góðu heilli auðvelt að beina athyglinni frá sér. Því það er sama hversu umræðuefnið kann að vera merki- legt eða háfleygt, alltaf er hægt að víkja sér undan því með einfaldri aðferð, hún er sú að fara allt í einu að ræða mildilega en af áhuga um bágt heilsufar viðmælandans og spyrja hvort hann hafi ekki vaknað með verki í morgun. í litlum samfélögum er mikil líkamleg og andleg streita og morg- unverkir algengir. Þeir eru efni sem læknar allt: „allir kannast við þá“. Oft reynir höfundur að gera fólki greiða með svipuðu móti, hann losar það úr þeirri meinloku að halda að aðeins megi ræða um „bókmenntir og listir“ við rithöfunda. Fyrir bragðið getur það upphafið sig með enda- lausum og áhugaverðum lasleika sínum. Ótti öryggisins vegna valds á texta Skáldsagnahöfundi fer eins og öðru fólki sem stundar lengi og samfleytt sömu störf, 58 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.