Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 69
ef hann vinnur að staðaldri og um árabil að
iðn sinni ræður hann stöðugt betur við
tæknilegu hliðina á henni. Hann fær svo-
nefnt verksvit og verður öruggari með sig í
sama mæli og velgengni hans vex, einkum
ef hún er mælanleg í fé eða áþreifanleg í
vinsældum sem hafa góð áhrif á sölu bóka
hans. Útgefandinn skánar líka í skapinu;
hann hefur aldrei áhuga á höfundi nema í
honum felist hagnaðarvon eða tölfræðilegt
gildi. Það kemur í ljós að hann hefur „veðj-
að“ á réttan hest á ritvellinum. En þrátt fyrir
dulda ánægju, læðist jafnvel að þeim sem
iðkar skáldskap vegna innri þarfar og illsku
tilverunnar, grunur um að verk hans verði
með aukinni hæfni að tómri leikni, inni-
haldið rými og ytri gerð verkanna færist að
hefðunum og því sem hefur hlotið viður-
kenningu í merkingunni góð list. Þessa
sama gætir hjá hörðustu formbyltingar-
mönnum, þeir óttast ekkert fremur en að
texti þeirra verði að þægilega tilgangslaus-
um og liprum breytingum vegna aukins
árangurs hvað varðar tækni og vinnubrögð.
í öllu sem maðurinn gerir felst andstæða
þess og þannig drepur góð kunnátta þá list-
rænu í lokin.
Ég hef aldrei orðið fyrir þeirri reynslu að
ég hafi haft á tilfinningunni að ég sé búinn
að ná tökum á skáldsögunni. Ég veit ekki
einu sinni hvað skáldsagan er, svo ég hef
líklega ekki getað náð tökum á því sem er
óljóst eða kannski ekki til. Vegna þeirrar
nokkum veginn ákveðnu skoðunar að ekk-
ert sé til í sinni endanlegu mynd eða formi
eða geti fengið það, hef ég fremur fikað mig
eftir vegum óvissunnar en vissunnar. Þó hef
ég gert mér ljóst að viðhorf mitt til textans
eða málmagnsins í skáldsögunni hefur
breyst. Þegar ég fór að fínna í hinni viðsjár-
verðu laug skáldskaparins að ekki varð aft-
ur snúið að bakkanum á mínu sundi og ég
tók því sem örlögunum að ég mundi aldrei
komast upp úr henni á ný heldur hlyti ég að
dmkkna fyrr eða síðar í óljósum vötnum
hennar, þá breyttist viðhorf mitt til orðanna
sem flæðis. Ég hafði tekið þá stefnu næst-
um í upphafi að láta persónumar vera á
sveimi í orðum á svipaðan hátt og þær
sveima um í lífinu í hillingum hinnar skipu-
lögðu óreiðu. Sérhver maður týnist í lífmu
og öllu sem því fylgir og þannig vildi ég að
líf persónanna væri líka í skáldsögunni.
Líkt og líkaminn er lífið óskapnaður en
regla um leið og maðurinn er innan hvors
tveggja. Þetta kallaði ég að láta persónumar
týnast óttalaust í textann. En þegar ég fékk
óvænt tækifæri úl að ,,endurskoða“ eitt af
þeim verkum sem ég hafði skrifað í þessum
dúr, þá duldist mér ekki að viðhorf mitt
hafði breyst: Ég skar textann niður, til þess
að lyfta persónunum frá honum, hefja þær
upp úr flæðinu svo þær fengju breiðari út-
línur í teikningunni og yrðu fyrir bragðið
ljósari við lestur svo ekki þyrfti að leita að
þeim eins vandlega í bakgrunninum og áður
hafði verið. Það er að segja: undirvitund
verksins minnkaði, yfirborðið varð meira
við svonefnda meitlun setninganna; teikn-
ingin varð ákveðnari, litameðferðin minni.
Að iðka skáldskap á liúu málsvæði gæti
haft óskorað frelsi í för með sér ef litið er á
smæð og takmörk sem eðlilegar aðstæður
— höfundurinn þarf ekki að hugsa um ytri
aðstæður, takmörkin þar em óhagganleg,
hann getur gefið sig allan að innri aðstæð-
um listarinnar — en einnig hefur það sína
galla og þeir em fleiri en kostimir. Hvað
mér viðvíkur hefur óttinn við textann aldrei
verið á þann veg að mér sárnaði að úr því
skáldskapur minn væri ekki innan hefða og
rikjandi smekks mundi ég ekki hljóta það
TMM 1993:1
59