Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 81
Var haft eftir kennara einum að vísuna hefði hann heyrt gegnum síma frá
mági sínum í Sandgerði, en sá vann hjá Varnarliðinu á Miðnesheiði og
þekkti matsvein sem nam kveðskapinn af munni Vilhjálms í afgreiðslusal
Sparisjóðs Keflavíkur við Hafnargötu.
Eins og gefur að skilja bar Vilhjálmur af sér vísuna, en mátti sín lítils
gegn uppblásinni gremju Akureyringa og átti ekki afturkvæmt norður.
Varð úr þessu leiðindamál. En kjami þess er þó samviskusemi Vilhjálms
og öfund nokkurra heimamanna í hans garð. Ekki gat Vilhjálmur til þess
hugsað að bæjarbúar yrðu án frétta meðan hann væri í burtu og tók sig
því til og samdi fréttir komandi viku áður en hann fór suður. Voru það
þessar fréttir sem mest fóru fyrir brjóstið á kennaranum og öðmm
óvildarmönnum Vilhjálms. Leiddist þeim að heyra sífellt lof um Kefl-
víkinginn og fféttamennskuna og hreinlega umhverfðust af öfund þegar
pistlamir héldu áfram að birtast þótt hann væri farinn í frí. Létu þeir því
kveðskapinn berast út um Akureyri og skapaðist þá fljótlega hernaðar-
ástand í bænum. Var Vilhjálmi ráðlagt að sýna sig ekki fyrir norðan ef
hann vildi halda lífi og limum, en Akureyringar töldu að vísan væri sneið
til þeirra og sárnaði þeim eðlilega að vera kallaðir „skríll“ af Suðumesja-
manni.
Enginn vafi getur leikið á því að Vilhjálmur orti vísuna. Vissulega má
segja að kennarinn sé vafasamur heimildarmaður, en hið sama verður
hvorki sagt um máginn né matsveininn. Ekkert bendir til þess að þeir hafi
á nokkum hátt verið óvinveittir Vilhjálmi. Og hafí Vilhjálmur á annað
borð ort vísuna, get ég ekki séð að neitt mæh á móti því að hann hafi líka
ort vísuna um brunabílinn.
Einhveijir munu segja að nú hafi nóg verið fjasað um litla vísu, en ég
vil einungis undirstrika það sem almennt er viðurkennt; skáldskapar
verður ekki notið af neinu viti nema höfundurinn sé kunnur. Hætt er við
því að greindustu mönnum geti reynst erfitt að skilja milli þess sem ort
er af hreinni orðfimi og hins, sem alvara býr á bakvið, ef þeir vita engin
deili á höfundi. Alltof margir brenna sig á því að skynja djúpstæða
merkingu í hugarsmíðum sem reynast síðan vera eftir stráka eða jafnvel
taugaveiklað fólk. Sjálfur tel ég þó ekki að það sé í öllum tilfellum
nauðsynlegt að þekkja höfund persónulega til að geta notið skáldskapar-
ins á réttan hátt. Hinu verður ekki neitað, að ýmsir merkismenn hafa ort
vísur sem við fyrstu sýn geta virst ágætis samsetningur og valdið hugar-
TMM 1993:1
71