Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 84
menn álitið að miðarnir væru verk Margrétar, konu Þórbergs, en nú hafa nákvæmar textarannsóknir leitt í ljós að þeir eru í raun skrifaðir af Þórbergi sjálfum. Miðarnir eru skemmtilegir aflestrar og varpa nýju ljósi á höfundar- starf Þórbergs. Formið er óvenju knappt, en yfirleitt býr þar meira undir yfirborðinu en maður skyldi ætla við fyrsta lestur. Þá er ljóst að innihald miðanna verður ekki skilið af neinu viti nema þeir séu lesnir í heild. Til dæmis um það má nefna að á miða eftír miða kemur fyrir sama orðið í ýmsum myndum og gerðum: Brauð. Nú er þetta sakleysislegt orð eitt og sér, en verður í samhenginu þrungið merkingu og leynir sér þá ekki að höfundinum er mikið niðri fyrir. Má vera að Þórbergur, sem á yngri árum var hallur undir Landvöm og andstæðingur heimastjórnarmanna, hafi hér hugsað til íslenskrar alþýðu, enda var þetta undir lok kreppunnar og víða þröng í búi. En þegar haft er í huga að hann gekk aldrei frá miðunum tíl prentunar liggur þó beinna við að túlka þá sem persónulegar hugleiðing- ar. Sjálfur átti Þórbergur illa ævi og gekk oft svangur um bæinn áður en hann varð þekktur rithöfundur. Hví skyldi hann ekki hafa rifjað upp þá tíma meðan hann bjó á Freyjugötunni? Er ekki ótrúlegt að með innkaupa- miðunum séu komin í leitirnar frumdrögin að hungurkafla Ofvitans. Mikill fengur er því að þeim og munu margir bíða þess spenntir að geta rannsakað hvemig Þórbergur þróaði stfl sinn. í haust verða miðarnir gefnir út á bók með ýtarlegum skýringum og inngangi eftir Nóa Þór. En í tilefni af þessum merka bókmenntafundi orti Hermóður í spaugi: Minnsta stuna, jamm sem já, í jólabókum lenti og þurftarfrek vill þjóðin sjá þagnir skálds á prenti. Enginn skyldi misskilja þessa gamansemi frænda míns og ekki ber að vanmeta þá sem vilja hafa ofan af fyrir okkur með góðri sögu. Brandara segum við ekki einungis til skemmtunar, heldur einnig til þess að öðlast einhvern skilning á því sem okkur er framandi og um leið á okkur sjálfum. Þegar við segjum frá kostulegum uppátækjum vaknar með okkur spum- ing um eigin möguleika, enda vísa allar sögur á einhvern hátt tíl þess brandara þar sem maður sjálfur er aðalpersónan. En nú er Þórbergur allur og hefur guðfræðideild háskólans verið falið það hlutverk að skemmta 74 TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.