Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 86
hann til að ávíta þá í föðurlegum tón ef þeir slóu slöku við spilamennsk-
una, en alltaf leit hann þó á það sem skyldu sína að vera þeim góður
kennari. í fyrrasumar ferðaðist Hermóður til New Orleans og kynnti sér
harmonikkuleik þar um sveitir. Kom hann endumærður úr ferðinni og
hugðist veita fersku blóði í Félag harmonikku-unnenda á Hvolsvelli. En
ekki reyndust alhr móttækilegir fyrir þeim nýjungum sem hann flutti með
sér heim. Mun gjaldkeri félagsins hafa gefið í skyn við mann úr kirkju-
kómum að sér þætti lítið til nýjunganna koma. Alræmdur pillusjúklingur
hafði ummælin eftir og bámst þau Hermóði til eyrna í eftirfarandi vísu.
Meðan gamall glaður dúr
góðan jarðveg finnur
seiðir engan sargið úr
sálamikku minni.
Ágreiningurinn leiddi til þess að Hermóður sagði umsvifalaust af sér
formennsku. Bar hann einungis hag félagsins fyrir brjósti. Taldi hann að
þessi deila um listræna stefnumótun hefði verið á góðri leið með að kljúfa
félagið og kaus að víkja sjálfur heldur en sjá það gerast. Flutti Hermóður
til Reykjavíkur og ákvað að slíta öllum tengslum við vini og vandamenn
á Hvolsvelh, enda vildi hann ekki að sín persóna ylli frekari úlfúð í
þorpinu. Gerðu sumir gys að Hermóði og kölluðu hann veimiltítu. En
Hermóður lét það ekki á sig fá. Heyrði ég hann spyija kaupfélagsstjórann,
sem reyndi að miðla málum, hvort menn þar eystra hefðu veitt sér tihhnn
í þakklætisskyni fyrir fórnfús störf að félagsmálum. Varð fátt um svör af
hálfu spéfugla. En heldur kárnaði gamanið þegar kom til þess að setja
saman dagskrá fyrir þorrablótið og ekki var lengur hægt að leita til
,,veimiltítunnar“ sem um árabil hafði þó verið ólaunað hirðskáld
skemmtinefndar. Leit svo út um tíma í vetur að fresta þyrfh þorrablótinu
og var þá ekki laust við að sumir hefðu hom í síðu gjaldkerans fyrir að
hrekja Hermóð burt. En ekki báru yfirvöld í þorpinu gæfu til þess að biðja
Hermóð afsökunar. Var úr vöndu að ráða á Hvolsvehi. Læknir þar á
staðnum er Anton nokkur Pálsson. Hann hefur áður komið við sögu í
þessum þáttum. Bauðst Anton hl þess að setja saman gamanvísur og
eftirhermuþætti. Ekki skal lagt neitt mat á hagmælsku hans, en til blóts
var efnt og sett upp dagskrá. Anton samdi allt, ýmist útfrá eigin brjósti
eða uppúr eldri skrifum.
76
TMM 1993:1