Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 93
Skáldamjöðurinn Ör Það teygir sig frá nafla niður magann, nem- ur við snöggan hárbrúskinn. Ljósbrúnt og húðin þunn. (66) Og svo kemur snákurinn sem hlykkjaðist um hér að ofan. Þetta er þáttur í persónulýsingunum, lok- að er á heildaryfirsýn, manneskjan verður örið, afskræmingin. Það ætti kannski að segja að þetta sé þáttur í persónuleysi, komi í stað persónulýsinga, og reyndar sam- og boðskipta persónanna almennt. Rauður þráður Skuggaheim Engilsins má sjá sem leggöng konunnar og ferð Steins þangað samfarir, ferð inn í leggöng konunnar. Lokasenan, slysið er þá fullnæging, þar sem þau aka á fullri ferð upp hæð, til móts við þríhymt umferðarskilti og þeytast upp í loftið (137- 139). Inni í skuggaheiminum finnur Steinn rauðan þráð. Hann vindur upp á þráðinn sem verður að hnykli í höndum hans og umbreytist í blóð, dregil, blóð. Ef tekið er mið af samfaramyndinni þá er rauði þráður- inn blóð í leggöngunum, tíðir. Steinn byijar að vinda upp hnykil og honum „varð mikil- vægt að halda þræðinum. Honum fannst [... ] að lífið væri eins og það áttí að vera. Einn óslitinn þráður í höndum hans sjálfs“ (44). Rauði þráðurinn er söguþráðurinn, verkið, textinn. Lind skáldskaparins rennur úr neðri vörum konunnar, það er vampýran sem talar. Tíðablóðið verður sjálfur skáld- skapurinn, löggiltur erfingi fómarinnar, óreiða sem ógnar siðmenningunni. í Stálnótt er tungumálið togað og teygt til hins ítrasta, og því er beitt eins og sjónauka, eða vopni, hið ,,hefðbundna“ talaða mál á ekki heima í stálnóttinni meðal djöfla og vampýra, það eru bara tvær setningar sagð- ar, og það em bara konumar sem hafa orðið, Dísan og Annan, og setningarnar hafa enga merkingu, segja ekkert, Dísan hvíslar að litlu barni sem býr í viðnum og Annan hastar á hundinn. Til þess að orðið, tungu- málið, sem er í eðli sínu hluti samfélagsins, feðraveldisins, tengist erótík, ofbeldi og ógn þarf að miðla því gegnum konuna, skáldið þarf að drekka af lind tíðablóðsins. Tilvitnanir og athugasemdir 1. Georges Bataille: Erolicism, þýð. Mary Dalwood. London: Marion Boyars, 1990, bls. 11, 13, kafli 9. Líkið sjálft jarðbundið er sprelllifandi líka í rotnuninni, það þarf ekki annað en að sjá mynd Greenaways,,A Zed and two Naughts“ til að sjá lifandi lík. 2. Ég vil taka það skýrt fram að við Bataille erum ekki undir neinum kringumstæðum að tala um endurholdgun í þessu sambandi né öðrum. 3. Ég verð að minna á fyrirvarann um vestræna menningu hér. 4. S']ón: Stálnótt. Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls. 30. 5. Sjá t.d. James B. Twitchell: Dreadful Pleasures: An Anatomy of Modern Horror. Oxford: Oxford University Press, 1988, bls 105. TMM 1993:1 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.