Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 93
Skáldamjöðurinn
Ör
Það teygir sig frá nafla niður magann, nem-
ur við snöggan hárbrúskinn.
Ljósbrúnt og húðin þunn. (66)
Og svo kemur snákurinn sem hlykkjaðist
um hér að ofan.
Þetta er þáttur í persónulýsingunum, lok-
að er á heildaryfirsýn, manneskjan verður
örið, afskræmingin. Það ætti kannski að
segja að þetta sé þáttur í persónuleysi, komi
í stað persónulýsinga, og reyndar sam- og
boðskipta persónanna almennt.
Rauður þráður
Skuggaheim Engilsins má sjá sem leggöng
konunnar og ferð Steins þangað samfarir,
ferð inn í leggöng konunnar. Lokasenan,
slysið er þá fullnæging, þar sem þau aka á
fullri ferð upp hæð, til móts við þríhymt
umferðarskilti og þeytast upp í loftið (137-
139).
Inni í skuggaheiminum finnur Steinn
rauðan þráð. Hann vindur upp á þráðinn
sem verður að hnykli í höndum hans og
umbreytist í blóð, dregil, blóð. Ef tekið er
mið af samfaramyndinni þá er rauði þráður-
inn blóð í leggöngunum, tíðir. Steinn byijar
að vinda upp hnykil og honum „varð mikil-
vægt að halda þræðinum. Honum fannst
[... ] að lífið væri eins og það áttí að vera.
Einn óslitinn þráður í höndum hans sjálfs“
(44). Rauði þráðurinn er söguþráðurinn,
verkið, textinn. Lind skáldskaparins rennur
úr neðri vörum konunnar, það er vampýran
sem talar. Tíðablóðið verður sjálfur skáld-
skapurinn, löggiltur erfingi fómarinnar,
óreiða sem ógnar siðmenningunni.
í Stálnótt er tungumálið togað og teygt til
hins ítrasta, og því er beitt eins og sjónauka,
eða vopni, hið ,,hefðbundna“ talaða mál á
ekki heima í stálnóttinni meðal djöfla og
vampýra, það eru bara tvær setningar sagð-
ar, og það em bara konumar sem hafa orðið,
Dísan og Annan, og setningarnar hafa enga
merkingu, segja ekkert, Dísan hvíslar að
litlu barni sem býr í viðnum og Annan
hastar á hundinn. Til þess að orðið, tungu-
málið, sem er í eðli sínu hluti samfélagsins,
feðraveldisins, tengist erótík, ofbeldi og
ógn þarf að miðla því gegnum konuna,
skáldið þarf að drekka af lind tíðablóðsins.
Tilvitnanir og athugasemdir
1. Georges Bataille: Erolicism, þýð. Mary Dalwood.
London: Marion Boyars, 1990, bls. 11, 13, kafli
9. Líkið sjálft jarðbundið er sprelllifandi líka í
rotnuninni, það þarf ekki annað en að sjá mynd
Greenaways,,A Zed and two Naughts“ til að sjá
lifandi lík.
2. Ég vil taka það skýrt fram að við Bataille erum
ekki undir neinum kringumstæðum að tala um
endurholdgun í þessu sambandi né öðrum.
3. Ég verð að minna á fyrirvarann um vestræna
menningu hér.
4. S']ón: Stálnótt. Reykjavík: Mál og menning, 1987,
bls. 30.
5. Sjá t.d. James B. Twitchell: Dreadful Pleasures:
An Anatomy of Modern Horror. Oxford: Oxford
University Press, 1988, bls 105.
TMM 1993:1
83