Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 96
verið heiftúðugir andstæðingar Madonnu
frá upphafi. Árið 1985 útnefndi tímaritið
Ms. hallærislega og ólögulega söngkonu,
Cyndi Lauper, á áberandi hátt konu ársins.
Þvílík dómgreind! Ekki fréttist meira af
hinni búttuðu Lauper, en Madonna óx,
blómstraði, umhverfðist og varð alþjóðleg
stjama í sérflokki. Hún er auk þess útsmog-
inn viðskiptajöfur, nútímaleg og sérlega
fjölhæf kona.
Madonna er hinn sanni femínisti. Hún
afhjúpar hreinlífisstefnu og kæfandi hug-
myndafræði bandaríska femínismans, sem
er fastur í einhverju gelgjulegu nöldri.
Madonna hefur kennt ungum konum að
vera að fullu kvenlegar og kynferðislegar
en hafa jafnframt fulla stjórn á lífi sínu. Hún
sýnir stúlkum hvemig þær geta verið aðlað-
andi, hrífandi, kraftmiklar, metnaðarfullar,
ágengar og sniðugar — allt í senn.
Karlímynd bandarískra femínista er
vandræðaleg. Geislandi dömur í líkingu
Betty Crocker, undirförular tötrughypjur
og sóknamefndartepmr sem kalla sig fem-
ínista vilja helst að karlmenn séu eins og
konur. Þær óttast og fyrirlíta karlmennsku.
Akademísku femínistunum finnst að lúða-
legu bókabéusarnir sem þær eru sjálfar gift-
ar séu fullkomnasta birtingarmynd karl-
dýrsins.
En Madonna elskar ósvikna karlmenn.
Hún sér fegurð karlmennskunnar í grófum
krafti og sveittri fullkomnun íþrótta-
mannsins. Svo dáir hún líka karlmenn sem
eru raunvemlega líkir konum: kynskiptinga
og glysgjama klæðskiptinga, hetjur Stone-
wall-uppreisnarinnar árið 1969 sem hófu
jafnréttisbaráttu homma.
„Justify My Love“ er ógnvekjandi, losta-
kennd svipmynd af útlifuðum tvíkynj-
ungum, sem em innlyksa í öngstrætum hins
úrkynjaða. Sefjandi myndimar eiga sér
hliðstæðu í sadómasókískum kvikmyndum
á borð við The Night Porter eftir Liliana
Cavani og The Damned eftir Luchino Vis-
conti. Þetta er öfugsnúin en innsæisrík ver-
öld ljósmyndaranna Helmuts Newtons og
Roberts Mapplethorpe.
Amerískur nútímafemínismi, sem hafn-
aði Freud frá byrjun á þeirri forsendu að
hann væri karlremba, hefur einnig útilokað
hugmyndir hans um tvíræðni, mótsagnir,
togstreimr og tvítog. Einfeldnisleg sálfræði
þessa femínisma birtist í nýrri tuggu úr
86
TMM 1993:1