Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 7
Silja Aðalsteinsdóttir Kónguló sem spinnur inn í tómið Viðtal við Matthías Johannessen Matthías Johannessen skáld og ritstjóri er fæddur í Reykjavík 3. janúar 1930. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og hóf nám í íslenskum fræðum við Háskóla Islands um haustið. Fyrsta veturinn var hann þingskrifari með náminu, en 1951 réðst hann sem blaðamaður á Morgun- blaðið. „Þetta nám þótti ekki árennilegt, nemendur áttu að bjarga sér svo mikið sjálfir,“ segir hann, „en ég vann allan tímann með því. Þess vegna er ég kannski svolítið harður á því að vorkenna stúdentum ekki sérstaklega." Á fjórða námsári fannst honum komið nóg. „Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor tók það sem brandara þegar ég innritaði mig í lokapróf og taldi að ég hefði eklci sótt alla tíma sem ég hefði þurft. Ég gat ekki sótt alla tíma vegna þess að ég var á vöktum á blaðinu. En Steingrímur sætti sig við þetta og ég var svo heppinn að standa mig alveg ágætlega í bókmenntasögu hjá honum. Steingrím- ur varð glaður við því honum var eldd sama um nemendur sína og hafði verið hræddur um mig. Ég man að þegar ég varð ritstjóri þá fékk ég eitt hamingju- óskaskeyti og það var ffá mínum gamla kennara, Steingrími J. Þorsteinssyni.“ Matthías lauk námi 1955, og lokaritgerð hans, Njála í íslenskum skáldskap, kom út 1958. Haustið 1955 hætti hann á Morgunblaðinu og fór í framhalds- nám í almennri bókmenntasögu og leiklistarfræði í Kaupmannahöfn. Að- alerindið til Hafnar var þó að skrifa doktorsritgerð um Grím Thomsen. Þegar Matthías var kominn nokkuð áleiðis með ritgerðina bauðst honum von Humboldt styrkur til Þýskalands, sem hann þáði. En þá féldc hann annað tilboð: „Ég var beðinn um að koma aftur á Morgunblaðið, og þangað fór ég. Það átti að vera tímabundið og ég ætlaði svo að ljúka ritgerðinni. En 1959 var ég beðinn að taka við ritstjórn Morgunblaðsins og þá hætti ég við doktorsritgerðina. Ég vissi að þetta gæti ekld farið saman, og einbeitti mér að blaðamennsku.“ Matthías varð yngsti ritstjóri stórblaðs á Norðurlöndum, en fyrir voru ritstjórar á blaðinu þeir Bjarni Benediktsson, Valtýr Stefánsson og Sigurður Bjarnason. Einar Ásmundsson var nýhættur. Árið áður hafði fýrsta ljóðabók Matthíasar, Borgin hló, komið út, en Matthías hefur ort ffá bernskuárum. Meðan við unnum þetta viðtal fann hann í gömlum plöggum afmælisdagabók sem hann fékk þegar hann varð 13 ára. Við afmælisdaginn hans er þetta erindi Þorsteins Erlingssonar: TMM 1996:3 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.