Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 18
Þessi bók er vísanaveisla, enda gafstu hana út aftur 1985 með skýringum. Þarna eru gyðinglegar, grískar, rómverskar, norrœnar goðsagnir undir, og raunar bókmenntaarfleifðin eins og hún leggur sig. „Ég er norrænufræðingur og það er engin tilviljun. Hugur minn stóð til þess. Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að við séum hluti af hinni miklu veröld arfleifðar okkar. Ég get ekki hugsað mér samtíma okkar án hennar; þá værum við eins og rótlaus blóm. Arfinn er rótlítið blóm og fykur. Arfleifðin er mikið veganesti, en um leið er hún dálítil blekking vegna þess að við höfum leitað skjóls í henni, reynt að sanna tilveru okkar með skírskot- un í hana. Það er lítilli þjóð nauðsynlegt. Við göngum undir þessum himni, arfleifð okkar, og við sjáum stjörnurnar á heiðum kvöldum, allar stjörnurnar, þó að þær séu misgamlar. Sumar eru milljarða ára gamlar, sumar miklu yngri, sumar eru að verða til, aðrar eru að deyja, ekkert eftir nema ljósið frá þeim. Við göngum undir þessum stjörnuhimni arfleifðar okkar og upplifum hana alla í einni andrá. Þess vegna finnst mér alveg eðlilegt að skírskota í allar stjörnurnar í einu, eins og ég hefði skapað þær. Vitna í kvæði sem er 2000 ára gamalt eins og ég hafi ort það. Þannig styrkjumst við. Við nærumst á verðmætunum sem þessi stjörnuhiminn veitir. Hann er gífurlega mikilvægur á þessari löngu göngu. Ég yrki þetta ómeðvitað en þó sterklega meðvitað þegar ég er að vinna úr því. Þá er ég ekki að tala um Hólmgönguljóð sérstaklega heldur tilvitnanir og skírskotanir í öllum bókum mínum. Það er eins eðlilegt og að ég er að tala við þig að tala við allan tíma. Hvert orð er ljóð. Ég vil heldur nota tveimnr og þremur en tveim og þrem vegna þess að Alexander Jóhannesson sagði okkur í norrænudeildinni í gamla daga að þessi ur-ending væri að öllum líkindum stirðnað þágufall úr sanskrít! Og ef ég get verið samfylgdarmaður einhverra sem töluðu sanskrít fyrir þrjú þúsund árum, af hverju skyldi ég kasta því í burtu. Ég vil heyra þetta hvísl og nærast á því og njóta þess að þetta fólk var til. 1 síðustu bókinni minni er ég enn sterklega undir þessum afstæða himni. Ekki bara íslenskrar arfleifðar heldur arfleifðar mannkyns á jörðinni, og það finnst mér heillandi. Það gefur okkur von og efni í nýtt verðmætaskyn.“ Hvernig urðu Hólmgönguljóð til? „Eins og allt sem ég yrki, meira og minna ómeðvitað og óvart. Ég settist ekki niður og sagði: nú ætla ég að yrkja Hólmgönguljóð, eða ]örð úr œgi. Ég finn að þetta er að koma inn í tilfinningalíf mitt og svo verður ekki undan því vikist.“ En mitt í hátíðleika Hólmgönguljóða með gyðinglega, gríska og norrœna goðafrceði þá segir stúlkan við piltinn sinn: „ég heyri hjarta þitt slá /það er eins og vélbátur stími á miðin“. Þarna kemurðu úr allt annarri átt, alveg óvœnt. „Ég vildi líka stugga við fólki!" Jörð úr œgi (1961) er áfram erótísk en ber þó annan svip enfyrri bœkurnar. Mérfmnst hún geta verið tilhugalíf og brúðkaupsferð í Ijóði svoþrungin er hún 16 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.