Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 21
Þú getur rétt ímyndað þér hvað mér þótti vænt um þessi orð brautryðj- andans í íslenskri ljóðagerð. Þau voru mér ómetanlegt veganesti og ég tel enga goðgá að minna á þau í þessu samtali okkar.“ „Uppalningur Steins“ Fagur er dalurkom út 1966, myndarlegljóðabók, 150 síður ogvel notaðar. Þetta er líka fyrsta Ijóðabókin sem Almenna bókafélagið gaf út, áður hafðirðu verið hjá Helgafelli. Er saga afþessum útgefendaskiptum? „Nei, það var bara gott samstarf milli Ragnars í Smára og bókafélagsins og bókafélagið tók mig að sér með fullu samþykki hans. En það er saga af byrjuninni. Ég fór með handritið að Borgin hló til AB. Þar var stórt bók- menntaráð sem afgreiddi ekki hlutina strax. Mér þótti vont að þurfa að bíða svo ég segi við Ragnar einhvern tíma að það liggi óafgreitt handrit eftir mig hjá AB. Þá segir Ragnar: Sæktu það og komdu með það til mín. Og hann gaf það út eins og skot. Þess vegna var ég með næstu bækur mínar hjá honum, þangað til ég óx alveg eðlilega inn í bókafélagið og við Tómas Guðmundsson vorum orðnir vinir. Ég fór með handritið að Borgin hló til Steins og hún er næstum því að öllu leyti eins og hann raðaði henni upp. Við vorum afar góðir vinir, en það var ekki hægt að vera vinur Steins og Tómasar beggja. Kannski hafði Magnús Ásgeirsson leyfi til þess, ég efast um Snorra Hjartarson sem var vinur Tómasar alltaf, en fyrir strák eins og mig á þeim árum var það ókleift. Þó var aldrei illt milli Steins og Tómasar heldur hlutlaust. Eftir að Steinn dó tók Tómas mér tveimur höndum, og skömmu seinna vann ég viðtalsbók við hann, Svo kvað Tómas. Mér þótti jafnmikilvægt að eiga hugmyndir Tómasar um eigin skáldskap og ef það væri til viðtalsbók við Jónas Hallgrímsson. En það var ekki auðhlaupið að því verki; öll samtöl skrifuð út og kjarninn einn eftir. En upp úr þessu urðum við vinir og hann las öll mín ljóð meðan hann hafði heilsu til. Tómas var í bókmenntaráði AB þegar Borgin hló var þar til umræðu, og þá var fyrirstaðan kannski þessi: „uppalningur Steins“. Tómasi leist ekki á blikuna þegar ég gaf út tvær bækur með stuttu millibili. Einu sinni kom hann inn í Bókaverslun Isafoldar, horfði í kringum sig og sagði grafalvarlegur við afgreiðslustúlkuna: Hefur nokkur bók eftir Matthías Johannessen komið út í dag?“ í Fagur er dalur eru Sálmar á atómöld, nýstárleg trúarljóð, tilgerðarlaus og einlæg en oft óvænt ogjafnvel léttúðug. Hvaða hlutverk ætlaðirðu þeim? „Ég ætlaði þeim að minna á þá bjargföstu skoðun mína, að hátíðleikinn er í hversdagsleikanum. Ekki í kirkjum eða á hátíðastundum. Hátíðleikinn er þar sem maðurinn er í hversdagslegu lífi sínu andspænis forsjóninni en TMM 1996:3 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.