Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 21
Þú getur rétt ímyndað þér hvað mér þótti vænt um þessi orð brautryðj-
andans í íslenskri ljóðagerð. Þau voru mér ómetanlegt veganesti og ég tel
enga goðgá að minna á þau í þessu samtali okkar.“
„Uppalningur Steins“
Fagur er dalurkom út 1966, myndarlegljóðabók, 150 síður ogvel notaðar. Þetta
er líka fyrsta Ijóðabókin sem Almenna bókafélagið gaf út, áður hafðirðu verið
hjá Helgafelli. Er saga afþessum útgefendaskiptum?
„Nei, það var bara gott samstarf milli Ragnars í Smára og bókafélagsins
og bókafélagið tók mig að sér með fullu samþykki hans. En það er saga af
byrjuninni. Ég fór með handritið að Borgin hló til AB. Þar var stórt bók-
menntaráð sem afgreiddi ekki hlutina strax. Mér þótti vont að þurfa að bíða
svo ég segi við Ragnar einhvern tíma að það liggi óafgreitt handrit eftir mig
hjá AB. Þá segir Ragnar: Sæktu það og komdu með það til mín. Og hann gaf
það út eins og skot. Þess vegna var ég með næstu bækur mínar hjá honum,
þangað til ég óx alveg eðlilega inn í bókafélagið og við Tómas Guðmundsson
vorum orðnir vinir.
Ég fór með handritið að Borgin hló til Steins og hún er næstum því að öllu
leyti eins og hann raðaði henni upp. Við vorum afar góðir vinir, en það var
ekki hægt að vera vinur Steins og Tómasar beggja. Kannski hafði Magnús
Ásgeirsson leyfi til þess, ég efast um Snorra Hjartarson sem var vinur
Tómasar alltaf, en fyrir strák eins og mig á þeim árum var það ókleift. Þó var
aldrei illt milli Steins og Tómasar heldur hlutlaust. Eftir að Steinn dó tók
Tómas mér tveimur höndum, og skömmu seinna vann ég viðtalsbók við
hann, Svo kvað Tómas. Mér þótti jafnmikilvægt að eiga hugmyndir Tómasar
um eigin skáldskap og ef það væri til viðtalsbók við Jónas Hallgrímsson. En
það var ekki auðhlaupið að því verki; öll samtöl skrifuð út og kjarninn einn
eftir. En upp úr þessu urðum við vinir og hann las öll mín ljóð meðan hann
hafði heilsu til.
Tómas var í bókmenntaráði AB þegar Borgin hló var þar til umræðu, og
þá var fyrirstaðan kannski þessi: „uppalningur Steins“. Tómasi leist ekki á
blikuna þegar ég gaf út tvær bækur með stuttu millibili. Einu sinni kom hann
inn í Bókaverslun Isafoldar, horfði í kringum sig og sagði grafalvarlegur við
afgreiðslustúlkuna: Hefur nokkur bók eftir Matthías Johannessen komið út
í dag?“
í Fagur er dalur eru Sálmar á atómöld, nýstárleg trúarljóð, tilgerðarlaus og
einlæg en oft óvænt ogjafnvel léttúðug. Hvaða hlutverk ætlaðirðu þeim?
„Ég ætlaði þeim að minna á þá bjargföstu skoðun mína, að hátíðleikinn
er í hversdagsleikanum. Ekki í kirkjum eða á hátíðastundum. Hátíðleikinn
er þar sem maðurinn er í hversdagslegu lífi sínu andspænis forsjóninni en
TMM 1996:3
19