Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 25
Þú talar líka um kynslóðina sem er ung í landinu áþessum árum, hippakyn- slóðina. Hvernig finnst þér hafa rœst úr henni? „Vel. Framúrskarandi vel. Ég er óskaplega hrifinn af blómakynslóðinni. Hún kenndi mér margt þegar ég var að nálgast fertugt. Og ég íylgdist vel með henni því Haraldur sonur minn var af þessari kynslóð. Hann lét mig hafa hitann í haldinu ekki síður en ég hann. Þetta samtal á milli okkar gagnaðist mér sem ritstjóra og ekki síður sem skáldi. Ég heillaðist af veröld þessa unga fólks sem þótti svo gaman að syngja. Ég tel að þessi kynslóð hafi auðgað okkar þjóðlíf, en á sínum tíma voru margir svartsýnir út af henni, með öndina í hálsinum út af henni, en það var óþarfi. Ég hafði gaman af að yrkja um hana og leiða hana fram gegn klisjum og ómerkilegri pólitík.“ í bókinni eru líka „Ljóðfyrir börn“. í lokþeirra segir: „Ó, ef allar styrjaldir / vceru háðar / í barnaherbergjum. “ Hvað meinarðu með því? „Þegar ég var drengur í stríðinu þá vorum við alltaf í stríðsleik, lékum okkur að stríðstólum eins og strákar hafa alltaf gert. Við gengum í röðum og við lékum hermenn og svo framvegis. Þarna er ég að skírskota í þá köldu veröld sem var í kringum okkur, og velta því fyrir mér hvað heimurinn væri indæll ef allar styrjaldir færu fram í barnaherbergjum og aðrar styrjaldir væru ekki til.“ Á þesssum árum var mikið talað um stríðsleikföng, og ég man eftir að ég hugsaði: Ef styrjaldirnar vœru ekki háðar í barnaherbergjunum þá væru þœr kannski hvergi háðar. Þegar börn leika sér í stríðsleikjum þá venjast þau við stríðshugsunarhátt. „Það er svo mikið eftir af dýrinu í okkur, slagsmálahundinum, að það myndi engu breyta þótt öll stríðsleikföng væru bönnuð. En það væri gott ef börnin gætu lokið styrjöldum sínum af í barnaherbergjunum. Þessi upphrópun felur í sér löngun um að við fáum að upplifa góðan og friðsaman heim. Einhvern tíma.“ „Þessi bók er ofnæmi“ Dagur ei meirkom út 1975 oghefst ábeinu svari við „Óljóðum“ Jóhannesar úr Kötlurn, „Óljóð um 1. maí“, þar sem segir meðal annars: „það er ekkert spaug / að vera ekki alþýðuskáld / á þessum umrótatímum. “ Voru þetta vondir tímar? „Mér þóttu þetta óþægilegir tímar, neikvæðir, mér fannst vanta sátt í þjóðfélagið og meiri skilning. En ég er líka að kallast á við Jóhannes, sem mér var afar hlýtt til. Þegar Jóhannes átti að koma fram í sjónvarpi þá hefði maður haldið að hann færi eitthvað annað en til ritstjóra Morgunblaðsins til að sækja sér viðmælanda, en hann tók þvert fyrir að neinn annar talaði við hann en ég. Við þekktumst ekkert mikið þá. Ég átti samtal við Jóhannes úr Kötlum TMM 1996:3 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.