Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 25
Þú talar líka um kynslóðina sem er ung í landinu áþessum árum, hippakyn-
slóðina. Hvernig finnst þér hafa rœst úr henni?
„Vel. Framúrskarandi vel. Ég er óskaplega hrifinn af blómakynslóðinni.
Hún kenndi mér margt þegar ég var að nálgast fertugt. Og ég íylgdist vel með
henni því Haraldur sonur minn var af þessari kynslóð. Hann lét mig hafa
hitann í haldinu ekki síður en ég hann. Þetta samtal á milli okkar gagnaðist
mér sem ritstjóra og ekki síður sem skáldi. Ég heillaðist af veröld þessa unga
fólks sem þótti svo gaman að syngja. Ég tel að þessi kynslóð hafi auðgað okkar
þjóðlíf, en á sínum tíma voru margir svartsýnir út af henni, með öndina í
hálsinum út af henni, en það var óþarfi. Ég hafði gaman af að yrkja um hana
og leiða hana fram gegn klisjum og ómerkilegri pólitík.“
í bókinni eru líka „Ljóðfyrir börn“. í lokþeirra segir: „Ó, ef allar styrjaldir /
vceru háðar / í barnaherbergjum. “ Hvað meinarðu með því?
„Þegar ég var drengur í stríðinu þá vorum við alltaf í stríðsleik, lékum
okkur að stríðstólum eins og strákar hafa alltaf gert. Við gengum í röðum
og við lékum hermenn og svo framvegis. Þarna er ég að skírskota í þá köldu
veröld sem var í kringum okkur, og velta því fyrir mér hvað heimurinn væri
indæll ef allar styrjaldir færu fram í barnaherbergjum og aðrar styrjaldir
væru ekki til.“
Á þesssum árum var mikið talað um stríðsleikföng, og ég man eftir að ég
hugsaði: Ef styrjaldirnar vœru ekki háðar í barnaherbergjunum þá væru þœr
kannski hvergi háðar. Þegar börn leika sér í stríðsleikjum þá venjast þau við
stríðshugsunarhátt.
„Það er svo mikið eftir af dýrinu í okkur, slagsmálahundinum, að það myndi
engu breyta þótt öll stríðsleikföng væru bönnuð. En það væri gott ef börnin
gætu lokið styrjöldum sínum af í barnaherbergjunum. Þessi upphrópun
felur í sér löngun um að við fáum að upplifa góðan og friðsaman heim.
Einhvern tíma.“
„Þessi bók er ofnæmi“
Dagur ei meirkom út 1975 oghefst ábeinu svari við „Óljóðum“ Jóhannesar úr
Kötlurn, „Óljóð um 1. maí“, þar sem segir meðal annars: „það er ekkert spaug
/ að vera ekki alþýðuskáld / á þessum umrótatímum. “ Voru þetta vondir tímar?
„Mér þóttu þetta óþægilegir tímar, neikvæðir, mér fannst vanta sátt í
þjóðfélagið og meiri skilning. En ég er líka að kallast á við Jóhannes, sem mér
var afar hlýtt til. Þegar Jóhannes átti að koma fram í sjónvarpi þá hefði maður
haldið að hann færi eitthvað annað en til ritstjóra Morgunblaðsins til að
sækja sér viðmælanda, en hann tók þvert fyrir að neinn annar talaði við hann
en ég. Við þekktumst ekkert mikið þá. Ég átti samtal við Jóhannes úr Kötlum
TMM 1996:3
23