Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 26
í sjónvarpinu, og mér þótti vænt um að hann skyldi velja mig. Það varð mér eins konar opinberun um upphaf að betra heimi.“ En mérfinnst einhver pirringur út í Jóhannes í bókinni, sem kom þó út eftir þetta samtal ykkar — og raunar eftir lát Jóhannesar. „Nei, en það er einhver stríðni, einhver hrekkur í bókinni, meðvitaður hrekkur. í þessari bók er ég eiginlega að skemmta mér. Þetta er þjóðhátíðar- bókin. Ég stjórnaði hátíðahöldunum 1974 ...“ En þetta er ekki sátt og prúð bók eins og hefði sæmtþjóðhátíðarskáldi. Það er í henni hálfkæringur og undrun á endemum í þjóðlífinu. Nafnið sjálft er býsna róttæk vísun í þjóðsönginn: „Dagur ei meir. “ Er þetta feigðarspá yfir frjálsu íslandi? „Nei, en þetta er bók gegn stellingum.“ Dagur ei meir: Aldreiframar dagur! „Nei, ég er ekki svo svartsýnn. En það er hrekkur í nafninu. Bókin er öll einn allsherjar fyrirvari á þeim hátíðlegu stellingum sem ég var ábyrgðar- maður fyrir. Þessi bók er ofnæmi.“ Hvernig var henni tekið? „Hún seldist upp á þremur vikum. „Allir eru hégómlegir og hamingju- samir eftir innræti sínu og allir hlusta á ræður kóngsins og forsetans. Ó, ástin mín.“ Þetta eru náttúrlega gamanmál...“ En með þungum undirtóni. Þetta er ekki létt spaug! „Nei, þetta er áminning. Samt sem áður eru þarna alvarleg tök á því sem er þjóðlega gróið og fallegt, til dæmis í 16. kvæði. Þar er ást mín á kjarna hátíðarinnar.“ Þú varst heppinn með veður. „Já, hvað sem öðru líður þá er ég í uppáhaldi hjá veðurguðunum! Þessi bók var líka ort í æði, og þá er ég ekkert að hugsa um smáatriði. Er þetta hrekkur, er þetta stríðni? Er þetta gegn einhverjum eða íyrir einhvern. Ég er bara að skemmta mér við að vera ég sjálfur. Ég les ekki gömlu bækurnar mínar. Ég er búinn með þær. Ég verð alltaf að finna mér eitthvað nýtt. Ég get ekki beðið lengi á krossgötum. Samt er ég feiminn og hlédrægur. Ég er alltaf á ferðalögum í huganum. Mín veröld er hérna inni. Ég fæ ekki einu sinni frið fýrir sjálfum mér á nóttunni því þá dreymir mig nýjar veraldir, ný ævintýri. Ég ræð ekkert yfir mínum heila, hann ræður yfir mér. Og ég á oft í útistöðum við hann. Marglyndur einfari, það er það sem ég er.“ „Skerin úr hafi tímans“ „Þannig koma skerin / úr hafi tímans“ segir í Fagur er dalur, og í síðasta bálki þeirrar bókar er unnið með bernskuminningar. Enfyrst ogfremst notarðu þær í Morgni í maí sem kom út 1978 og er gerólík næstu bók á undan að öllu leyti nema í útliti. Þetta er fjölskyldusaga og minningabók og hefst á truflandi 24 TMM 1996:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.