Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 26
í sjónvarpinu, og mér þótti vænt um að hann skyldi velja mig. Það varð mér
eins konar opinberun um upphaf að betra heimi.“
En mérfinnst einhver pirringur út í Jóhannes í bókinni, sem kom þó út eftir
þetta samtal ykkar — og raunar eftir lát Jóhannesar.
„Nei, en það er einhver stríðni, einhver hrekkur í bókinni, meðvitaður
hrekkur. í þessari bók er ég eiginlega að skemmta mér. Þetta er þjóðhátíðar-
bókin. Ég stjórnaði hátíðahöldunum 1974 ...“
En þetta er ekki sátt og prúð bók eins og hefði sæmtþjóðhátíðarskáldi. Það
er í henni hálfkæringur og undrun á endemum í þjóðlífinu. Nafnið sjálft er
býsna róttæk vísun í þjóðsönginn: „Dagur ei meir. “ Er þetta feigðarspá yfir
frjálsu íslandi?
„Nei, en þetta er bók gegn stellingum.“
Dagur ei meir: Aldreiframar dagur!
„Nei, ég er ekki svo svartsýnn. En það er hrekkur í nafninu. Bókin er öll
einn allsherjar fyrirvari á þeim hátíðlegu stellingum sem ég var ábyrgðar-
maður fyrir. Þessi bók er ofnæmi.“
Hvernig var henni tekið?
„Hún seldist upp á þremur vikum. „Allir eru hégómlegir og hamingju-
samir eftir innræti sínu og allir hlusta á ræður kóngsins og forsetans. Ó, ástin
mín.“ Þetta eru náttúrlega gamanmál...“
En með þungum undirtóni. Þetta er ekki létt spaug!
„Nei, þetta er áminning. Samt sem áður eru þarna alvarleg tök á því sem
er þjóðlega gróið og fallegt, til dæmis í 16. kvæði. Þar er ást mín á kjarna
hátíðarinnar.“
Þú varst heppinn með veður.
„Já, hvað sem öðru líður þá er ég í uppáhaldi hjá veðurguðunum!
Þessi bók var líka ort í æði, og þá er ég ekkert að hugsa um smáatriði. Er
þetta hrekkur, er þetta stríðni? Er þetta gegn einhverjum eða íyrir einhvern.
Ég er bara að skemmta mér við að vera ég sjálfur. Ég les ekki gömlu bækurnar
mínar. Ég er búinn með þær. Ég verð alltaf að finna mér eitthvað nýtt. Ég get
ekki beðið lengi á krossgötum. Samt er ég feiminn og hlédrægur. Ég er alltaf
á ferðalögum í huganum. Mín veröld er hérna inni. Ég fæ ekki einu sinni frið
fýrir sjálfum mér á nóttunni því þá dreymir mig nýjar veraldir, ný ævintýri.
Ég ræð ekkert yfir mínum heila, hann ræður yfir mér. Og ég á oft í útistöðum
við hann. Marglyndur einfari, það er það sem ég er.“
„Skerin úr hafi tímans“
„Þannig koma skerin / úr hafi tímans“ segir í Fagur er dalur, og í síðasta bálki
þeirrar bókar er unnið með bernskuminningar. Enfyrst ogfremst notarðu þær
í Morgni í maí sem kom út 1978 og er gerólík næstu bók á undan að öllu leyti
nema í útliti. Þetta er fjölskyldusaga og minningabók og hefst á truflandi
24
TMM 1996:3